- Details
- Björgvin Hólm
Þriðjudagur 4. Maí 1993. Ferð hefst
Björgvin Hólm 
19. nóvember 1934 til  3. apríl 1999
Nokkar setningar úr ferðalýsingunni hafðar sér, og prentaðar með stærri stöfum.
Annars tjalda ég oft í skógarrjóðrum hinu megin við fjörðinn.
Það var byrjað að skafa yfir veginn, og sumstaðar varð ég að leiða hjólið yfir smá skafla.
Gamli bærinn er fremst við ósinn, og berst þar fyrir lífi sínu sem athafnarsvæði.
Hjólið er hérna rétt fyrir utan tjaldið, og regndroparnir hreinsa það af ryki veganna.
Og áður en ég vissi af, hafði ég rúllað 80 km á átt til Siglufjarðar.
En kvaddi þau síðan og sagði „Tsjá“ við Ítalann, þótt ég viti ekki , hvernig eigi að skrifa það.
Ég er einn af þeim mönnum , sem aldrei gat sætt sig við „video-innrásina“
- Details
Síðastliðið skólaár tók greinarhöfundur ársleyfi úr hefðbundinni kennslu
við grunnskóla til þess að hjólavæða Ísland í nafni Hjólafærni á 
Íslandi (HFÍ). HFÍ er fræðasetur um hjólreiðar og hefur að markmiði að 
miðla fræðslu og þekkingu um allt er að reiðhjólum lýtur til þeirra er 
þess óska.  
- Details
- Stefán Sverrisson
 Ég var staddur á Ísafirði annað sumarið í röð að hitta 
fjölskyldumeðlimi. Það var tilhlökkun í hjarta mínu því að ég hafði 
ákveðið að fara í aðra hjólaferð á svæðinu eftir skemmtilega og 
eftirminnilega hjólaferð milli Ísafjarðar og Flateyrar sumarið áður. 
Eins og fyrr var óákveðið hvaða leið skyldi fara en samt var það farið 
að heilla mig að fara nú í norðurátt frá Ísafirði í átt að Hnífsdal og 
Bolungavík. Ég skoðaði kortið og sá að það væri tilvalið að taka 
stefnuna á Skálavík þangaðsem fjallvegur var merktur og fjarlægðin frá 
Ísafirði var mátuleg. Ég hafði leigt mér hjól á Ísafirði, sem var 
líklega sama hjólið og ég leigði sumarið áður, Mongoose-fjallahjól með 
framdempara. Ég lagði af stað klukkan 5 um morguninn í blíðskaparveðri 
og tók stefnuna á Hnífsdal og var fljótlega kominn þangað. Þar voru 
miklar framkvæmdir vegna Óshlíðarganganna sem og vegaframkvæmdir þar sem
átti að koma nýr vegur meðfram ströndinni í Hnífsdal sem leit út eins 
og hraðbraut beint inn í Óshlíðargöngin. Ég stoppaði stutt í Hnífsdal og
fór út í Óshlíðina sem er eins hrikaleg og ég hafði gert mér í 
hugarlund. Há grindverk eru alls staðar meðfram veginum til að hindra 
grjóthrun og hamrabeltin hangandi yfir manni eins og þau væru tilbúin að
ráðast á mann.
Ég var staddur á Ísafirði annað sumarið í röð að hitta 
fjölskyldumeðlimi. Það var tilhlökkun í hjarta mínu því að ég hafði 
ákveðið að fara í aðra hjólaferð á svæðinu eftir skemmtilega og 
eftirminnilega hjólaferð milli Ísafjarðar og Flateyrar sumarið áður. 
Eins og fyrr var óákveðið hvaða leið skyldi fara en samt var það farið 
að heilla mig að fara nú í norðurátt frá Ísafirði í átt að Hnífsdal og 
Bolungavík. Ég skoðaði kortið og sá að það væri tilvalið að taka 
stefnuna á Skálavík þangaðsem fjallvegur var merktur og fjarlægðin frá 
Ísafirði var mátuleg. Ég hafði leigt mér hjól á Ísafirði, sem var 
líklega sama hjólið og ég leigði sumarið áður, Mongoose-fjallahjól með 
framdempara. Ég lagði af stað klukkan 5 um morguninn í blíðskaparveðri 
og tók stefnuna á Hnífsdal og var fljótlega kominn þangað. Þar voru 
miklar framkvæmdir vegna Óshlíðarganganna sem og vegaframkvæmdir þar sem
átti að koma nýr vegur meðfram ströndinni í Hnífsdal sem leit út eins 
og hraðbraut beint inn í Óshlíðargöngin. Ég stoppaði stutt í Hnífsdal og
fór út í Óshlíðina sem er eins hrikaleg og ég hafði gert mér í 
hugarlund. Há grindverk eru alls staðar meðfram veginum til að hindra 
grjóthrun og hamrabeltin hangandi yfir manni eins og þau væru tilbúin að
ráðast á mann.
- Details
- Árni Davíðsson
Fyrir nokkru tók verkfræðistofan Mannvit(1) og Fjölbraut í Ármúla(2) upp svo kallaða samgöngustyrki. Tilefnið var að það vantaði bílastæði fyrir þessa vinnustaði og stóðu þeir frammi fyrir því að útvega þau með ærnum tilkostnaði eða að ná tökum á eftirspurninni eftir bílastæðum. Þau völdu seinni leiðina, gerðu samgöngusamning við þá starfsmenn sem það vildu og fengu þeir þá samgöngustyrk sem nam u.þ.b. einu árskorti í strætó (40.000 kr.) ef þeir komu ekki á bíl í vinnuna. Þessar greiðslur voru metin sem hlunnindi og skattlögð(3) samkvæmt því eins og venjulegar launatekjur þótt tilefni greiðslanna væri að fyrirtækin voru með þeim að spara sér kostnað við að útvega bílastæði fyrir starfsmenn sína. Bílastæði eru hins vegar ekki metin sem hlunnindi og eru því ekki skattlögð þótt andvirði þeirra sé hærra en þessir samgöngustyrkir. Til dæmis fær starfsmaður á ónefndum vinnustað greitt um 68.000 kr. á ári fyrir bílastæði í grennd við vinnustað sinn en er ekki skattlagður fyrir það (4). Bílastæði eru eðli sínu hlunnindi því ekki hafa allir starfsmenn aðgang að bílastæði og þau eru líka misjöfn að gæðum og verði.
Snati minn er voða góður íslenskur fjárhundur. Hann er líka voða glaður 
þegar hann fær að hreyfa sig nóg. En ég bý í Reykjavík og er oft með 
samviskubit yfir því að hann fái ekki nóga hreyfingu – eins og margir 
aðrir hundeigendur.... En Snati hjólar. Og það er stóra gleðin í lífi 
hundsins; út að hjóla og taka almennilega á því.  
- Details
- Áslaug Ármannsdóttir
Við vinkonurnar ákváðum  síðasta vetur  að fara  hjólaferð um Vestfirði 
núna í sumar.  Kveikjan  að því að við ákváðum að fara yfir 
Breiðadalsheiði  var grein sem birtist vefriti Fjallahjólaklúbbsins. Þar
var lýst hjólatúr sem farin var yfir Breiðadalsheiði  sumarið 2009. 
Þessi vegur var aflagður 1995 þegar göngin milli Ísafjarðar og Flateyrar
voru tekin í notkun. Ofangreindar þrjár konur ákváðu  því að hafa 
Breiðadalsheiðina sem fyrstu dagleið á ferð sinni frá Ísafirði suður 
yfir Snæfellsnes.  Mæðgurnar Áslaug og Sigrún bjuggu árum saman á 
Flateyri og höfðu oft farið þessa leið í bíl og þekktu því leiðina mjög 
vel úr bílglugga. Rétt er að taka fram að engin bilun varð á leiðinni 
þótt farið væri um mjög grýtta vegi og gíraskiptingar væru að stríða 
sumum.
 
		
		- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Þegar kemur að viðhaldi reiðhjóla eru ekki mörg atriði sem þarf að skoða. Það helsta eru gírar, bremsur, keðja, dekk og legur (legurnar eru í sveifarásnum, nöfum og í stýrisliðnum). Þessir hlutir slitna mis mikið og líkur eru á að með góðri umhirðu á góðu hjóli lifi legurnar eigandann og rúmlega það. Klossar á diskabremsum endast betur en púðar á gjarðarbremsum og vandaður búnaður endist öllu jafna lengur en ódýr og því skiptir val á réttum eða öllu heldur viðeigandi búnaði miðað við notkun miklu máli.
- Details
- Páll Guðjónsson
Skálafell, hjólreiðavangur á heimsmælikvarða var yfirskrift 
metnaðarfullrar greinargerðar sem Ormur Arnarson, Árni Guðmundur 
Guðmundsson og David Robertson tóku saman. Þar kynntu þeir tillögur að 
nýjum útivistar- og afþreyingarvangi fyrir fjallahjólreiðamenn í 
Skálafelli, í jaðri höfuðborgarsvæðisins, ásamt aðbúnaði í skíðabrekkum 
og stígum/slóðum sem liggja frá því. Þessar leiðir tengjast stígakerfi 
höfuðborgarsvæðisins, útivistarsvæðinu í Heiðmörk, niður í Kjós og til 
Hvalfjarðar, um Mosfellsheiði og síðast en ekki síst til Þingvalla. 
- Details
- Jón Hjartarson
Fjallahjól eru skemmtileg tæki til ferðamennsku. Undirritaður hefur 
stundað ferðalög á fjallahjólum sl. 12 ár og hjólað velflesta 
hálendisvegi landsins auk annarra leiða. Í sumar, 2010,  var farin 
þriggja daga ferð á Síðumannafrétti og er sú ferð ein sú 
alskemmtilegasta sem ég hef farið á hjóli fyrir ýmsa hluta sakir. 
Í fyrsta lagi er leiðin krefjandi, hækkun á fyrsta degi samtals milli 
600 og 800 m, vegir fjölbreytilegir, frá venjulegum fjallavegum til 
vegaslóða gegnum hraun þar sem menn verða að vanda sig. Í öðru lagi er 
landslagið fjölbreytilegt og margt að skoða og í þriðja lagi býður 
leiðin upp á hvorutveggja að hjóla með allan búnað eða láta trússa og 
hjóla aðeins með til dagsins. Gist er í skálum.
- Details
- Alissa Rannveig Vilmundardóttir
Fyrir ári síðan þegar ég sagði fólki að ég ætlaði að hjóla í kringum 
Ísland til styrktar krabbameinsrannsóknum fékk ég misjöfn viðbrögð. 
Sumir voru spenntir, aðrir voru efins, enn aðrir vissu hreinlega ekki 
hvernig ætti að bregðast við svona fréttum. Hins vegar voru flestir 
sammála um að ég væri klikkuð. Ég hafði aldrei tekið þátt í, hvað þá 
skipulagt eins míns liðs, svona stórt átak. Ég vissi ekki einu sinni 
hvar ég átti að byrja!
- Details
 Sífellt bætast áhugaverð og falleg reiðhjól í hóp þeirra fararskjóta sem
renna eftir götum borgarinnar, eigendum sínum til gagns og gamans. 
Nýjasta hjólið í þessum flokki kom frá Hollandi í sumar sem leið og 
tekur hvorki fleiri né færri en fjóra í sæti. Þetta er gæðagripur í eigu
Olgu Hrafnsdóttur, sem undanfarin 9 ár hefur búið í Haag með fjölskyldu
sinni, eiginmanni og þrem dætrum, Sölku, Emblu og Mirru. Elsta 
dóttirin, Salka sem er 6 ára hjólar óhikað á hjólinu með móðurinni og 
systur hennar láta fara vel um sig á meðan.
Sífellt bætast áhugaverð og falleg reiðhjól í hóp þeirra fararskjóta sem
renna eftir götum borgarinnar, eigendum sínum til gagns og gamans. 
Nýjasta hjólið í þessum flokki kom frá Hollandi í sumar sem leið og 
tekur hvorki fleiri né færri en fjóra í sæti. Þetta er gæðagripur í eigu
Olgu Hrafnsdóttur, sem undanfarin 9 ár hefur búið í Haag með fjölskyldu
sinni, eiginmanni og þrem dætrum, Sölku, Emblu og Mirru. Elsta 
dóttirin, Salka sem er 6 ára hjólar óhikað á hjólinu með móðurinni og 
systur hennar láta fara vel um sig á meðan. 
Í haust fengu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sendar nokkrar spurningar um hjólatengdar framkvæmdir. Öll svöruðu erindinu nema Álftanesbær. Eiginleg svör bárust ekki frá Seltjarnarnesi en þar var hins vegar óskað eftir samstarfsfundi. Á honum var farið yfir mögulegar aðgerðir og hugmyndir um hjólavæðingu í sveitarfélaginu. Fyrir hönd sveitarfélaganna svöruðu erindinu Pálmi Freyr Randversson hjá Reykjavíkurborg, Tómas Guðbert Gíslason hjá Mosfellsbæ, Eysteinn hjá Garðabæ, Steingrímur Hauksson hjá Kópavogi og Helga Stefánsdóttir hjá Hafnarfirði. Steinunn Árnadóttir og Örn Þór Halldórsson sátu fundinn á Seltjarnarnesi með greinahöfundi og Árna Davíðssyni, formanni LHM. Hér eru öll svörin birt eins og þau bárust frá sveitarfélögunum. 
- Details
- Páll Guðjónsson
 Það var farin vel heppnuð ferð í Veiðivötn fyrstu helgina í október. Ferðasöguna má lesa á bloggi Hjóla Hrannar.
Það var farin vel heppnuð ferð í Veiðivötn fyrstu helgina í október. Ferðasöguna má lesa á bloggi Hjóla Hrannar.
Myndir úr ferðalaginu má sjá hér:
Hjólahrönn tók þessar: http://picasaweb.google.com/hjolahronn/VeiIvotn#
Örlygur tók þessar: http://good-times.webshots.com/album/578712687pRxpHL
Haraldur þessar: http://picasaweb.google.com/halli3409/HjolaferInnAVeiIvotnFjallahjolaklubbnum#
- Details
- Páll Guðjónsson
 Þessi mynd var tekin síðasta dag tilraunaverkefnis með hjólamerkingar á Hverfisgötu. Það var margt jákvætt við þetta verkefni enda lýstu Landssamtök hjólreiðamanna yfir ánægu sinni með verkefnið. Það virðist þó alveg hafa farið frá hjá fréttamiðlunum sem fengu þá fréttatilkynningu fyrir utan Fréttablaðið sem birti hana.
Þessi mynd var tekin síðasta dag tilraunaverkefnis með hjólamerkingar á Hverfisgötu. Það var margt jákvætt við þetta verkefni enda lýstu Landssamtök hjólreiðamanna yfir ánægu sinni með verkefnið. Það virðist þó alveg hafa farið frá hjá fréttamiðlunum sem fengu þá fréttatilkynningu fyrir utan Fréttablaðið sem birti hana.
Þvert á móti komu hinar furðulegustu fréttir í fjölda fréttamiðla sem opinberuðu í besta falli mikla fáfræði og fordóma fjölmiðla eða kraftmikinn áróður í þágu einkabílisma hjá ósjálfráða fjölmiðlum. 
- Details
- Örlygur Steinn Sigurjónsson
 Vegalengd: 48 km (hringur)
Vegalengd: 48 km (hringur)
Upphafsreitur GPS 64 25 693N 21 48 378W
MöL 70% Malbik 30%
Heildarhækkun 500 m.
Ferðin hefst við bæinn Efra Skarð við Leirársveitarveg (504) og liggur norður á Skarðsheiðina austan við Snóksfjall. Línuveginum er fylgt norður að Mófellsstaðavegi (507) og þaðan er farið niður á Þjóðveg 1 eftir Borgarfjarðarbraut. Fremur erfið hjólaleið í byrjun vegna bratta og lausagrjóts en skánar eftir því sem líður á.
- Details
- Páll Guðjónsson
 Á Menningarnótt stóðu Bryndís Þórisdóttir og Morten Lange fyrir fjörugri hjólalest frá Klambratúni og um miðborgina undir yfirskriftinni Berbakt um bæinn.
Á Menningarnótt stóðu Bryndís Þórisdóttir og Morten Lange fyrir fjörugri hjólalest frá Klambratúni og um miðborgina undir yfirskriftinni Berbakt um bæinn. 
World Naked Bike Ride hreyfingin stendur fyrir fáklæddum hjólalestum víða um heiminn og þangað má rekja innblásturinn að þessum viðburð þó eitthvað sé nektin minni. Sumir klæddu sig í anda Cycle Chic og komu klæddir flottum fötum, litasamhæfð með hönskum og öllu. Ein hafði sérsaumað grænt öryggisvesti með endurskyni.
- Details
- Ormur Arnarson
 Lýsing á ensku:
Lýsing á ensku:
Fantastic route near Hveragerdi (approx 40 min drive from Reykjavik).
Starting from Hveragerdi you ride up the mountain using the old gravel road.
Once you are up on the plateau you follow the road untill it takes 
you to the main road (ringroad nr. 1) which you need to cross. Continue 
west for a hundred meters untill you get to the road leading to 
Ölkelduháls. Follow this gravelroad north for about 8 km up to the top 
of the mountain (approx 460 m high).
Once at the top, lower the saddle because from there on its pure downhill fun.
Follow the tracks leading you down the Reykjadalur valley untill you end up in Hveragerdi again.
The route leads through a highly thermal area with plenty of steam 
and hot water coming up through the ground. A warm river flows through 
the Reykjadalur valley. Its a great opportunity to wash off the sweat 
from climbing to the top.
Take great care not to fall into any of the hot mud pits that you find along the way!!! 
- Details
- Arnaldur Gylfason
 Hjóluðum frá Nesjavallavegi inn á stíg sem liggur meðfram Marardal og svo um Engidal. Enduðum við Hellisheiðarvirkjun. Frábær leið. Fengum svo skutl yfir á Ölkelduháls og hjóluðum niður Reykjadalinn niður í Hveragerði. Alveg frábært.
Hjóluðum frá Nesjavallavegi inn á stíg sem liggur meðfram Marardal og svo um Engidal. Enduðum við Hellisheiðarvirkjun. Frábær leið. Fengum svo skutl yfir á Ölkelduháls og hjóluðum niður Reykjadalinn niður í Hveragerði. Alveg frábært. 
Ath að beygt er af þjóðvegi þar sem merkt er Ölkelduháls. Keyrt er inn eftir uns komið er nálægt Ölkelduhálsi. Þar er beygt til hægri þarsem eru 2-3 járnstangir við veginn (var líklega hlið). Aðeins ofar og í hvarfi er borhola. Ef keyrt er/hjólað upp veginn, tekinn hægri kaflinn þar sem hann skiptist í brekkunni og endað við háspennumastur uppi er farið niður um 50 m grasbrekku og þar komið á stíginn niður í Reykjadalinn austan meginn.
- Details
- Örlygur Steinn Sigurjónsson
 Skorradalsvatn
Skorradalsvatn 
Vegalengd: 40 km
Upphafsreitur GPS 64 32 586N 21 36 989W
MöL 80% Malbik 20% 
Ferðin hefst við norðurenda Skorradalsvatns. Eftir atvikum þarf að gæta þess að finna hentugt pláss fyrir bíl við vegkant, eða skilja hann eftir við heimreið við nálæg hús. Hjólað er sem leið liggur eftir Skorradalsvegi (508) út að SA- enda vatnsins, hvar ágætt er að taka nestishlé. Að því loknu tekur við torfær vegur til baka, grýttur og drullugur á köflum, en skánar eftir því sem á líður og komið er á Dragaveg (520).
Fleiri greinar...
- Svínaskarð - Þingvallavegur
- Arnarstapi -Snæfellsjökull-Fróðárheiði
- Hrafnseyrarheiði - Kvennaskarð
- Samgönguhjólreiðar - öruggar hjólreiðar
- Val á nýju hjóli.
- Nokkrar hugmyndir fyrir vinnustaði til að efla hjólreiðar
- Skemmtilegar hjólaleiðir
- Þú getur þetta! - Mýtur kveðnar niður
- Létt viðhald fyrir alla
- Hjólað í vinnuna - Um allt land
Kveðskapur
Hér er safn af kveðskap um hjólið sem hefur birst í fréttabréfum klúbbsins í gegnum tíðina.
 
	       
	      