- Details
- Páll Guðjónsson
Það var margt fróðlegt í sextánda Hjólhestinum sem kom út í október 1997.
Forsíðuna prýddi hress hópur í ferð með klúbbnum frá Hvítárvatni sem bar Hjólhestinn á höndum sér.
Jón Örn Bergsson teiknaði allar forsíður Hjólhestsins fram að þessu ásamt flestum öðrum teikningum í blöðunum en þetta var í síðasta skipti sem teiknimyndafígúran skrýddi forsíðu fréttablaðsins. Við vorum farin að nota ljósmyndir í blaðinu sem var óhugsandi með þeirri prenttækni sem við notuðum fyrstu árin. Hjólhesturinn lifir samt enn í merki blaðsins og aldrei að vita hvenær hann stekkur fram á sjónarsviðið aftur.
- Details
- Páll Guðjónsson
Það var um margt fjallað í Hjólhestinum, fréttablaði ÍFHK, sem kom út í maí 1997. Ekki þóttu yfirvöld standa sig í snjómokstri þann veturinn. Guðrún Þorláksdóttir upplifði sig annars flokks þegar hún ætlaði að leggja gamla hjólgarminum og fá sér almennilegt hjól en var sagt að slíkt væri bara ekki í boði fyrir konur. Við sýndum teygjuæfingar fyrir hjólreiðamenn, fjölluðum um loftgæði og vorum með ýtarlega grein um undirbúning fyrir ferðalög á reiðhjóli.
Hjólhesturinn sjálfur baðaði sig fyrir framan Hjálparfoss í Þjórsárdal og óskaði fólki gleðilegs ferðasumars.
- Details
- Vefstjóri
Egill Bjarnason, háskólanemi og ljósmyndari ferðaðist í hálft ár um vestur hluta Afríku í fyrra og fór hjólandi rúma sex þúsund kílómetra. Hann segir ferðasögu sína í þættinum Hringsól.
- Details
- Páll Guðjónsson
Í ævintýralegri ferð okkar um Ísland sumarið 2012 tókum við upp þessa stuttmynd meðan við könnuðum þetta fallega land og auðnir hálendisins á Kjalvegi.
Ævintýraferðin er hluti af verkefni sem kallast "Scopri Il Mondo Sui Pedali" (kannaðu heiminn með pedölum) sem varð til þegar fjórir vinir báru saman hugmyndir sínar í tilraun til að endurskilgreina ferðalagið. Það er að öðlast nýtt sjónarhorn á heiminn, að deila löngun eftir fróðleik, virðingu og samstöðu með öðru fólki og í ólíkri menningu. Verndun umhverfis, náttúru, jarðfræði- og sögulega arflegð þeirra staða sem eru heimsóttir. Verkefnið leitst við að forðast þægilegustu fararmátana en komast þó örugglega á einstaka staði og að upplifunin verði ógleymanleg.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Hjólasveinar og meyjar glöddust innilega er nýr hjóla- og göngustígur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur var formlega tekinn í notkun af borgarstjóra, bæjarstjóra Mosfellsbæjar og vegamálastjóra föstudaginn 14.12.12 kl 12:14.
Eftir að klippt hafði verið á borða stigu hjólasveinar og meyjar á reiðhjól sín og héldu með klingjandi bjölluhljóm eftir stígnum. Að sjálfögðu voru mættir fulltrúar frá ÍFHK og LHM og festi ljósmyndari klúbbsins Hrönn Harðardóttir viðburðinn á filmu.
- Details
- Geir Harðarson
Hvað er betra í upphafi aðventu en gíra sig niður í smá kósíheit og jólastemmingu með félögum úr Fjallahjólaklúbbnum? Nokkrir félagar tóku harðjaxladæmið á þetta 30 nóv. og hjóluðu úr bænum Nesjavallaleið að bústaðnum við Úlfljótsvatn. Næsta dag var hjólað niður Grafninginn og í gegnum Þrastarskóg.
- Details
- Philip Vogler
Í gær var ég að ræða við konuna mína um hjólabrautir og hjólandi fólk. Við sáum einmitt samtímis til bíla á vegi og hjóls á stígi. Þá datt mér í hug að nefna að maður á hjóli myndi gleðjast yfir því að eyða orku en maður á bíl sjá eftir því að eyða orku. Því sem næst samdi ég þessa vísu:
Ef lít á hluti læri ég mest,
líf er góður skóli.
Mér finnst að eyða orku best
ef um ég fer á hjóli.
- Details
- Fréttablaðið
Það færist sífellt meir í vöxt að Íslendingar hjóli stóran hluta ársins, sérstaklega á suðvesturhorni landsins. Einn þeirra er Fjölnir Björgvinsson, nýkjörinn formaður Fjallahjólaklúbbsins, sem keypti fyrsta alvöruhjólið sitt fyrir tíu árum. Hann hefur notað hjólið sem aðalsamgöngutæki á þessu tímabili enda eru hjólreiðar að hans sögn góður kostur til að sameina útiveru, hreyfingu og sparnað.
- Details
- Vefstjóri
Starfsárið hófst á því að ég var kjörinn formaður, hér um bil öllum óþekktur og fjarstaddur á aðalfundi, en með ágætis meðmæli frá Örlygi - svo það var nokkur áhætta tekin. Árið leið svo ‘venju samkvæmt’ og í raun hefði ég getað lesið skírslu formanns frá í fyrra án þess að nokkur hefði tekið eftir neinu.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Tilraun tvö til að hjóla um þetta ægifagra landssvæði heppnaðist svona líka ljómandi vel. Í fyrra var svo brjálaður meðvindur að mér gekk illa að hemja fararskjótann sem endaði á að henda mér af baki og inn í bíl til Bjögga.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Sigurvegari að þessu sinni var Svanhildur Óskarsdóttir. Hjálmar mætti að vísu jafn oft, en varð að lúta í lægra haldi með hlutkesti.
Farandbikar og minjagrip gaf Hákon J. Hákonarson. Teitið var haldið í hjólaversluninni GÁP.
Myndir: Hrönn Harðardóttir, Geir Harðarson og Magnús Bergsson
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Hjólað var á tveimur dögum frá Landmannalaugum niður að Hellu með viðkomu í Dalakofanum.
Ljósmyndir í fyrsta mynda galleríi: Hrönn Harðardóttir og Marteinn Þór Sigurðsson
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Logn og blíða, en smá rigning, rétt til að skola ferðarykið af reiðkjótum og hjólaknöpum. Myndir Hrönn Harðardóttir
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Hjólaferð til Vestfjarða, hjólaðir voru tvær dagleiðir úr Hjólabók Ómars Smára. Ljósmyndir: Hrönn harðardóttir
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Frábær fjallahjólaleið í léttari kantinum um Stíflisdal 8. júlí 2012. Lagt var af stað kl. 13 frá vegamótum Þingvallavegar og Kjósarskarðsvegar. Vegalengd: 30 km. Erfiðleikaflokkun: 6 af 10.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Þriðjudagskvöldferðirnar eru vikulegar fjölskylduvænar ferðir um höfuðborgarsvæðið fram á haust. Markmið ferðanna er að kynna og skoða hjólaleiðir á höfuðborgarsvæðinu svo reiðhjólið nýtist okkur betur sem samgöngutæki og afþreying. Þessar ferðir henta öllum, byrjendum, görpum og börnum niður í 10 ára í fylgd foreldra eða forráðamanna.
- Details
- Páll Guðjónsson
Það er mikil gróska í hjólasportinu á Íslandi rétt eins og öðrum hliðum hjólreiða. Nú er nýlokið fjölmennustu hjólreiðakeppninni Bláalónskeppnin og að byrja sú lengsta WOW cyclothon sem nær hringinn í kringum landið.
- Details
- Erla Þórdís Traustadóttir
Ég var talin svolítið spes þegar ég flutti til Íslands 16 ára gömul. Ég hjólaði allra minna ferða og gerði vinum mínum lífið „leitt“ því bíllinn var þeirra eini valkostur og því „urðu“ þeir að sækja mig. Ekki var í boði að hjóla niður Laugaveginn(„rúnta“) og fara í bíó á hjóli :) Ég var einfaldlega ekki jafn töff og þau að eignast bíl á 17 ára afmæli mínu, enda vissu foreldrar mínir auðvitað langt á undan mér og mörgum öðrum að hljólið er sjálfsagður ferðamáti (sérstaklega innan bæjarmarka).
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Vorhátíð Fjallahjólaklúbbsins 2012 var haldin með pomp og prakt. Grillaðar pulsur ofan í liðið, svo var spjallað um heima og geima fram eftir kvöldi. Þeir sem voru í þriðjudagskvöldferðunum ákváðu að mæta prúðbúnir til hófs, gleymdist bara að láta þau boð ganga áfram til annara félagsmanna, enda almennt ekkert dress-code í klúbbnum og gestir mega koma eins og þeir eru klæddir, nema kannski þeir séu naktir.
Fleiri greinar...
Kveðskapur
Hér er safn af kveðskap um hjólið sem hefur birst í fréttabréfum klúbbsins í gegnum tíðina.