
- Details
- Ómar Smári Kristinsson
Fyrir mann sem hjólar þúsundir kílómetra á Íslandi á ári hverju er draumur að fá að prófa að hjóla í öðrum löndum. Ég og vinur minn og nágranni , Pétur Hilmarsson á Ísafirði, höfum lengi átt þann draum að fara í hjólreiðatúr um Belgíu og smakka á nokkrum þeirra óteljandi bjóra sem þar eru bruggaðir. Svo liðu árin og aldrei var til nóg af tíma og peningum.

- Details
- Anna Magnúsdóttir
Síðasta sumar átti ég erindi norður í Skagafjörð og ákvað að fara hjólandi heiman að úr Reykjavík og yfir Kjöl. Ferðinni var heitið að Löngumýri sem er skammt frá Varmahlíð. Þjóðkirkjan rekur fræðslusetur á Löngumýri þar sem áður var húsmæðraskóli. Ég var á leiðinni á kristilegt mót sem átti að byrja með kvöldmat á föstudegi og lagði af stað á mánudagsmorgni klukkan tíu úr 108 Reykjavík.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Sumarið 2024 var ekki beint útilegusumar, grenjandi rigning flesta daga og tjaldsvæðin á floti. Þegar ég skipulegg útilegur, þá fer ég ekki af stað nema ég fái sæmilega þurrt veður í 3-4 daga. Miða við að ég sé á bíl og geti elt góða veðrið með hjólið aftan á. En vegna slitgigtar get ég ekki keyrt nema 2-3 tíma á dag án þess að liggja emjandi í 2-3 daga á eftir. Þá má vindstyrkur ekki vera meiri en svo, að 35 ára gamla göngutjaldið mitt þoli rokið.

- Details
- Hrönn Harðardóttir
Þriðja eldgosið á Reykjanesskaganum hófst í júlí 2023. Þar eð ég komst bara einu sinni upp að gosinu í Meradölum árið 2022, þá fór ég eins oft og ég gat að þessu gosi, eða 5 sinnum. Fyrstu þrjár ferðirnar voru töluvert undir væntingum. Í fyrstu ferðinni voru svo miklir gróðureldar og reykur að ég sá nánast ekki neitt.

- Details
- Örlygur Steinn Sigurjónsson
Siglufjarðarskarð. Nafngiftin ein og sér ýtir við manni. Skarð, hátt og tilkomumikið, torsótt, þrungið sögu, sorgum og sigrum. Nauðsynleg samgönguæð eitt sinn, alræmt veðravíti, tenging við umheiminn sem ávallt skyldi umgangast með tilhlýðilegri virðingu. Vestan skarðs er bærinn Að Hraunum í Fljótum og svo auðvitað Siglufjörður austan. Siglfirðingar fyrr á tíð biðu þess með eftirvæntingu að opnað yfir skarðið á vorin og fóru þá bílar af öllum stærðum yfirum, nokkuð sem nútímamanni finnst harla mergjuð tilhugsun.

- Details
- Páll Guðjónsson
Það birtist frétt í vetur um straum flóttamanna frá Rússlandi inn í Finnland og flestir þeirra komu hjólandi að landamærunum. Þetta kallaði fram minningar um skemmtilega hjólaferð sem ég og Frosti Jónsson fórum 2010 frá Helsinki í Finnlandi, að þessum sömu landamærum inn í Rússland til Péturborgar, þaðan í gegnum Eistland, Lettland, Litháen og til Varsjár í Póllandi.

- Details
- Hrönn Harðardóttir
Oft fer ég vestur á Ísafjörð, enda ættuð þaðan og tek iðulega reiðhjólið með. Það hefur margt breyst á Ísafirði síðan ég var krakki. Þá voru engar gangstéttar, allir deildu holóttum malargötum, akandi, gangandi og hjólandi. Engir voru hjálmarnir og fötin voru flauelsbuxur og lopapeysa. Ég hef gaman af því að hjóla ein og upplifa náttúruna, en nú langaði mig að fá félagsskap. Hafði samband við Ómar Smára sem er fararstjóri hjá Ferðafélagi Ísfirðinga og spurði hvort það væri nokkuð hjólaferð á dagskrá um páskana.