- Details
- Hrönn Harðardóttir
Hin árlega Tweed Ride Reykjavík skrúðreiðin sem Reiðhjólaverzlunin Berlin stendur fyrir var farin 8. júní. Aðalmálið er að klæða sig upp í gamaldags fín föt (sirka 1930 - 1960) og hjóla saman.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Þriðja eldgosið á Reykjanesskaganum hófst í júlí 2023. Þar eð ég komst bara einu sinni upp að gosinu í Meradölum árið 2022, þá fór ég eins oft og ég gat að þessu gosi, eða 5 sinnum. Fyrstu þrjár ferðirnar voru töluvert undir væntingum. Í fyrstu ferðinni voru svo miklir gróðureldar og reykur að ég sá nánast ekki neitt.
- Details
- Örlygur Steinn Sigurjónsson
Siglufjarðarskarð. Nafngiftin ein og sér ýtir við manni. Skarð, hátt og tilkomumikið, torsótt, þrungið sögu, sorgum og sigrum. Nauðsynleg samgönguæð eitt sinn, alræmt veðravíti, tenging við umheiminn sem ávallt skyldi umgangast með tilhlýðilegri virðingu. Vestan skarðs er bærinn Að Hraunum í Fljótum og svo auðvitað Siglufjörður austan. Siglfirðingar fyrr á tíð biðu þess með eftirvæntingu að opnað yfir skarðið á vorin og fóru þá bílar af öllum stærðum yfirum, nokkuð sem nútímamanni finnst harla mergjuð tilhugsun.
- Details
- Páll Guðjónsson
Það birtist frétt í vetur um straum flóttamanna frá Rússlandi inn í Finnland og flestir þeirra komu hjólandi að landamærunum. Þetta kallaði fram minningar um skemmtilega hjólaferð sem ég og Frosti Jónsson fórum 2010 frá Helsinki í Finnlandi, að þessum sömu landamærum inn í Rússland til Péturborgar, þaðan í gegnum Eistland, Lettland, Litháen og til Varsjár í Póllandi.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Oft fer ég vestur á Ísafjörð, enda ættuð þaðan og tek iðulega reiðhjólið með. Það hefur margt breyst á Ísafirði síðan ég var krakki. Þá voru engar gangstéttar, allir deildu holóttum malargötum, akandi, gangandi og hjólandi. Engir voru hjálmarnir og fötin voru flauelsbuxur og lopapeysa. Ég hef gaman af því að hjóla ein og upplifa náttúruna, en nú langaði mig að fá félagsskap. Hafði samband við Ómar Smára sem er fararstjóri hjá Ferðafélagi Ísfirðinga og spurði hvort það væri nokkuð hjólaferð á dagskrá um páskana.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
19. september 2021 hjólaði ég upp á Langahrygg, horfði yfir eldstöðvarnar í Geldingadal og hugsaði „Þetta er búið...“ Já, eldgosinu lauk 18 september, en ég náði að fara 8 sinnum upp að gosinu á meðan það var virkt, þar af tvisvar með félögum úr Fjallahjólaklúbbnum.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Það er hætt við að fólk hjóli alltaf sömu leið. Þar eð ég bý nálægt Miklubraut, þá er það algengasta hjólaleiðin mín. Ég vel þó oft Suðurlandsbraut fram yfir vegna aðskilinna göngu og hjólaleiða. Þá fer ég stundum lengri leið og hjóla í gegn um Fossvoginn ef ég á erindi vestur í bæ eða upp í Breiðholt. Þar er góð aðskilin hjólabraut alveg frá Breiðholti alla leið vestur í bæ. Vissulega með köflum þar sem deila þarf stíg með gangandi og stundum með ökutækjum, þá með hjólavísum á götunni.
- Details
- Ómar Smári Kristinsson
Ferðafélög landsins hafa boðið upp á hjólreiðaferðir lengi. Hefðin er rík hjá Útivist. Í allnokkur ár hélt félagið úti svokallaðri Hjólarækt, þar sem hjólað var á laugardögum á veturna á höfuðborgarsvæðinu og svo farið í lengri túra á sumrin. Um þessar mundir eru ferðir hjónanna Páls Ásgeirs Ásgeirssonar og Rósu Sigrúnar Jónsdóttur, hjá Ferðafélagi Íslands afar vinsælar og vel sóttar. Deildir Ferðafélags Íslands hafa af og til boðið upp á hjólreiðaferðir. Ein þeirra er Ferðafélag Ísfirðinga.
- Details
- Grétar William Guðbergsson
Miðvikudagur, 22. júní
Nú var komið að hjólaferð ársins erlendis, Svíþjóð og Danmörk, ekki það að ég sé að fara utan að hjóla á hverju ári. Ég gat „platað“ einn félaga minn til að skutla mér upp á flugvöllinn, við fórum að heiman um hálf átta og rúmlega ellefu í loftið. Það var góður meðvindur því rúmlega þriggja tíma flugið tók aðeins um tvær og hálfa klst.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Þessi pistill er um ferðamennsku að vetrarlagi. Eða þegar allt sem getur farið úrskeiðis fer úrskeiðis.
Við ákváðum að skella okkur í bústað í Úthlíð eina fallega helgi í janúar. Þar eð bústaðurinn var pantaður í október, var engin leið að vita hvort við gætum eitthvað hjólað þessa helgi. En þá má fara í stuttar gönguferðir og dóla sér í heita pottinum. Elda saman, spila á spil, syngja og spila á gítar. Vegir eru alltaf ruddir og því hægt að skipuleggja hringleið við hæfi. Eða hjóla 10-20 km í eina átt og svo sömu leið til baka.