- Details
- Páll Guðjónsson
Þeir Max Deiana og Alessandro Vaglini eru frá Ítalíu en hugfangnir af Íslandi. Þeir hafa komið nokkrum sinnum hingað og hjólað víða en aldrei þó jafn fáfarnar slóðir og 2012 þegar þeir fóru ásamt félaga sínum Giuseppe Uras frá Egilsstöðum þvert yfir hálendið og eftir Gæsavatnaleið inn á Sprengisandsleið eins og sjá má á kortinu.
- Details
- Vefstjóri
Egill Bjarnason, háskólanemi og ljósmyndari ferðaðist í hálft ár um vestur hluta Afríku í fyrra og fór hjólandi rúma sex þúsund kílómetra. Hann segir ferðasögu sína í þættinum Hringsól.
- Details
- Páll Guðjónsson
Í ævintýralegri ferð okkar um Ísland sumarið 2012 tókum við upp þessa stuttmynd meðan við könnuðum þetta fallega land og auðnir hálendisins á Kjalvegi.
Ævintýraferðin er hluti af verkefni sem kallast "Scopri Il Mondo Sui Pedali" (kannaðu heiminn með pedölum) sem varð til þegar fjórir vinir báru saman hugmyndir sínar í tilraun til að endurskilgreina ferðalagið. Það er að öðlast nýtt sjónarhorn á heiminn, að deila löngun eftir fróðleik, virðingu og samstöðu með öðru fólki og í ólíkri menningu. Verndun umhverfis, náttúru, jarðfræði- og sögulega arflegð þeirra staða sem eru heimsóttir. Verkefnið leitst við að forðast þægilegustu fararmátana en komast þó örugglega á einstaka staði og að upplifunin verði ógleymanleg.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Hjólasveinar og meyjar glöddust innilega er nýr hjóla- og göngustígur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur var formlega tekinn í notkun af borgarstjóra, bæjarstjóra Mosfellsbæjar og vegamálastjóra föstudaginn 14.12.12 kl 12:14.
Eftir að klippt hafði verið á borða stigu hjólasveinar og meyjar á reiðhjól sín og héldu með klingjandi bjölluhljóm eftir stígnum. Að sjálfögðu voru mættir fulltrúar frá ÍFHK og LHM og festi ljósmyndari klúbbsins Hrönn Harðardóttir viðburðinn á filmu.
- Details
- Geir Harðarson
Hvað er betra í upphafi aðventu en gíra sig niður í smá kósíheit og jólastemmingu með félögum úr Fjallahjólaklúbbnum? Nokkrir félagar tóku harðjaxladæmið á þetta 30 nóv. og hjóluðu úr bænum Nesjavallaleið að bústaðnum við Úlfljótsvatn. Næsta dag var hjólað niður Grafninginn og í gegnum Þrastarskóg.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Tilraun tvö til að hjóla um þetta ægifagra landssvæði heppnaðist svona líka ljómandi vel. Í fyrra var svo brjálaður meðvindur að mér gekk illa að hemja fararskjótann sem endaði á að henda mér af baki og inn í bíl til Bjögga.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Sigurvegari að þessu sinni var Svanhildur Óskarsdóttir. Hjálmar mætti að vísu jafn oft, en varð að lúta í lægra haldi með hlutkesti.
Farandbikar og minjagrip gaf Hákon J. Hákonarson. Teitið var haldið í hjólaversluninni GÁP.
Myndir: Hrönn Harðardóttir, Geir Harðarson og Magnús Bergsson
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Hjólað var á tveimur dögum frá Landmannalaugum niður að Hellu með viðkomu í Dalakofanum.
Ljósmyndir í fyrsta mynda galleríi: Hrönn Harðardóttir og Marteinn Þór Sigurðsson
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Logn og blíða, en smá rigning, rétt til að skola ferðarykið af reiðkjótum og hjólaknöpum. Myndir Hrönn Harðardóttir
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Hjólaferð til Vestfjarða, hjólaðir voru tvær dagleiðir úr Hjólabók Ómars Smára. Ljósmyndir: Hrönn harðardóttir