- Details
- Ormur Arnarson
Costa Blanca strandlengjan hefur löngum verið Íslendingum kunn. Margir hafa farið þangað í sólarlandaferðir til að flatmaga á ströndinni á daginn og djamma á diskótekunum á kvöldin. Flestir fara eflaust á klassíska túristastaði eins og Benidorm en færri hafa e.t.v. kannað baklandið betur.
- Details
- Úrsúla Jünemann
Þegar ég flutti til Íslands frá Þýskalandi árið 1981 var hér á landi ekkert „góðæri“. Ég varð að taka hvaða láglaunastarf sem var í boði enda mállaus á íslensku. Maðurinn minn var að reyna að ljúka námi og vann íhlaupastörf eins og ég. Ég man eftir því þegar við fengum útborgað í fyrsta skipti og við vorum að velta fyrir okkur hvað við ættum að gera við afgangs peningana. Við tókum ákvörðun að kaupa okkur reiðhjól. Það voru gleðistundir þegar við gátum hjólað allra okkar ferðir í staðinn fyrir að ganga eða taka strætó, algjört frelsi.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Er ekki haustið tíminn til að skríða upp í sófa með kakó, teppi og góða bók? Vissulega en það er líka góður tími til að pakka niður nesti og regngallanum og fara út að hjóla. Haustlitirnir eru ægifagrir um þessar mundir og náttúran skartar sínu fegursta. Ég valdi því óvissuhaustferð Fjallahjólaklúbbsins fram yfir sófalegu helgina 12.-13. september. Ég vissi að hjóla ætti u.þ.b. 40 kílómetra í svefnstað og til baka, að gista ætti á svefnlofti og að svefnpokanum og farangrinum yrði ekið í skála. Það eina sem ég þurfti að taka með var nesti fyrir daginn, hlý föt, regnföt, pumpu og bætur auk viðgerðasetts.
- Details
- Halla Magnúsdóttir
Það var um verslunarmannahelgina 2008 sem undirrituð ásamt eiginmanni, 14 ára syni og fjögurra manna vinafjölskyldu okkar, fórum í ferðalag um Vestfirði og ákváðum að taka hjólin okkar með. Við höfðum hjólað talsvert mikið saman þetta sumar en nú var komið að því að nema ný hjólalönd og finna skemmtilega spotta á Vestfjörðum til að hjóla. Segir þó fátt af hjólreiðum okkar fyrr en við komum í Dýrafjörð og komið var að annarri eða þriðju gistinótt í ferðinni en þá ákváðum við að tjalda í botni fjarðarins við Botnsá.
- Details
- Örlygur Steinn Sigurjónsson
Ég fann hvernig tárin hrukku af hvörmunum og vindurinn gnauðaði fyrir eyrunum á 45 km hraða niður af Herðubreiðarhálsinum. Sumri var tekið að halla og síðustu gönguhrólfarnir víðast hvar að renna út af hálendisbrúninni þetta árið. En hér var ég á fleygiferð á fjallahjóli ásamt þrjátíu 9. bekkingum úr Smáraskóla, í blábyrjun september 2009.
- Details
- Ómar Einarsson
Ég vildi gjarnan deila með áhugafólki um hjólreiðar, ferð sem við fjölskyldan og tveir vinir fórum í sumar frá Reykjavík til Laugarvatns. Þetta er mjög létt og skemmtileg leið. Við höfðum ákveðið að leggja af stað í þessa ferð þann 16. júní. Þegar vika var til stefnu bentu veðurspár til þess að þennan dag yrðu 15-17 metrar á sekúndu og þó ég sé nokkuð vanur hjólreiðamaður finnst mér ekki gaman að hjóla í miklum vindi. Vegna veðurfars á Íslandi er oft gott að vera með plan B. Í okkar tilfelli breyttum við dagsetningunni í 17. júní og var því ferðin enn hátíðlegri en ella. Allir voru orðnir mjög spenntir og veðurspáin var frábær; logn og sól!!
- Details
- Halla Magnúsdóttir
Það var snemma að morgni fimmtudagsins 27. ágúst síðastliðinn sem vaskur 40 manna hópur 8. bekkinga í Norðlingaskóla (17 nemendur) og Kópavogsskóla (23 nemendur) lagði upp í tveggja daga hjólaferð um hálendi Íslands. Hvað Norðlingaskóla varðar var ferðin fyrsti liðurinn í því að innleiða metnaðarfulla útivistaráætlun í öllum árgöngum skólans. Fararstjóri ferðarinnar var Kristín Einarsdóttir sem meðal annars hefur átt veg og vanda að útivistarferðum Smáraskóla undanfarin ár. Rútufyrirtækið Snæland-Grímsson lagði af rausnarskap sínum til rútu, jeppa, kerrur og bílstjóra sem fylgdu krökkunum allan tímann en auk bílstjóranna og Kristínar voru þrír kennarar með í för, tveir frá Norðlingaskóla og einn frá Kópavogsskóla, auk hjálparsveitarmanns sem einnig þjónaði hlutverki hjólaviðgerðarmanns.
- Details
- Páll Guðjónsson
Það var ekið frá Reykjavík föstudagskvöldið 19. júní frá klúbbhúsinu að Brekkustíg 2 kl 18:00 og Árbæjarsafni kl 19:00. að Fitjum í Skorradal og gist. Á laugardeginum var hjólaður hringurinn í kringum vatnið, farið í sund í Hreppslaug og grillað og leikið um kvöldið. Aftur gist að Fitjum og ekið til baka til Reykjavíkur á sunnudeginum.
Skoðið gallerí með myndum Magnúsar Bergssonar úr ferðinni hér.
- Details
- Páll Guðjónsson
Myndir Magnúsar Bergs úr hinni árlegu ferð klúbbsins á Nesjavelli eru loksins komnar á netið. Þetta er fyrsta ferð sumarsins og er oft fyrsta hjólaferðalag þeirra sem taka þátt, því hún hentar sérstaklega vel nýliðum jafnt sem lengra komnum. Frábært tækifæri til að stíga skrefið í góðum hópi og öðlast reynslu í að ferðast á hjóli og læra um leið af öðrum.
- Details
- Páll Guðjónsson
Eftir gott starf í allt sumar var lokaferð þriðjudagskvöldferðanna stutt. GÁP bauð okkur í glæsilega grillveislu. Búðin var opin og ýmis góð tilboð í boði þetta kvöld. Þriðjudagsbikarinn var afhentur; í ár var það Hrönn sem hlaut bikarinn sem Alhliða flutningaþjónustan gaf. Smellið á myndina til að að skoða myndir frá þessu skemmtilega kvöldi.