- Details
- Páll Guðjónsson
Þeir eru ófáir sem taka sig til og skipuleggja hjólaleiðangra til að safna áheitum fyrir gott málefni. Einn slíkur leiðgangur er á ferð um landið þessa dagana. Það er stundum munur á ferðasögum þeirra sem ferðast sjálfum sér til ánægju og þeirra sem eru að safna áheitum. Það er skondið að lesa stórkallalegar lýsingar þessa hóps þar sem allt virðist á heljar þröm.
Þeir sáu ekki fyrir sér að geta skrúfað frá vatnskrana og fengið drykkjarvatn hér við hringveginn ólíkt því sem tíðkast í heimalandi þeirra. Hvað þá að geta keypt sér mat og virðast þau lifa á frostþurrkuðum matarpökkum sem þeir höfðu meðferðis. Ferðin er farin veturinn 2011 þ.e. núna frá 12. ágúst.
- Details
- Páll Guðjónsson
Helgina 13. - 14. ágúst var farið í fyrstu Landmannalaugaferðina á vegum ÍFHK í langan tíma. Náttúran er alltaf einstök á svæðinu og ekki skemmdi að hafa góðan meðvind megnið af leiðinni. Dalakofinn hafði stækkað töluvert fá síðustu ferð sem var á síðustu öld svo það fór vel um alla. En þó það sé búið að fjalla um ferðina í tveim öðrum pistlum er alltaf gaman að bera saman sjónarhorn manna og hér eru fleiri myndir úr ferðinni.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Það mátti sjá margan jeppakallinn snúa sig úr hálsliðnum síðastliðna helgi, en þá fór Fjallahjólaklúbburinn með nýju hjólakerruna sína jómfrúarferð upp í Landmannalaugar.
- Details
- Vefstjóri
Ferð ÍFHK um nýliðna helgi, frá Landmannalaugum á Hellu, með viðkomu í Dalakofanum, norðan Laufafells var fjölmenn og góðmenn. 18 þátttakendur voru í ferðinni sem hófst í Laugum 13. ágúst kl. 14.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Fjallahjólaklúbburinn hefur verið með ferðir á þriðjudagskvöldum í sumar og svo verður áfram út ágúst. Lagt er af stað frá Fjölskyldu og Húsdýragarðinum, aðalinngangi kl 19:30. Hraða er stillt í hóf og ekki er ákveðið fyrir fram hvert skuli farið, heldur ræðst för af formi, óskum og uppástungum þátttakenda.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Fjallahjólaklúbburinn fer öll þriðjudagskvöld frá Fjölskyldu og Húsdýragarðinum kl 19:30, og eitt kvöldið var farið út í Viðey og hjólað um eyjuna.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Helgi hinna miklu sprenginga. Það byrjaði með því að ég staflaði dótinu mínu út úr bílnum á tjaldstæðinu á Arnarstapa, ætlaði að fá mér mjúkt sæti, sængin mín og koddarnir þrír voru allir með í för ofan í svörtum ruslapoka. Pokinn sprakk með ægilegum gný og vakti þá sem höfðu farið snemma í háttinn.
- Details
- Stefán Sverrisson
Ég var staddur á æskuslóðum mínum, á Melum í Svarfaðardal. Ég var fullur eftirvæntingar því að loksins ætlaði ég að fara í ferðina sem ég var búinn að hugsa um svo lengi, að hjóla yfir Heljardalsheiði. Heljardalsheiði var helsta samgönguæð milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar áður fyrr, áður en akvegur var lagður yfir Öxnadalsheiði. Akvegur hefur aldrei verið lagður yfir Heljardalsheiði en vegslóði var gerður yfir heiðina á níunda áratug seinustu aldar, sem er orðinn frekar torfær í dag.
- Details
- Svanur Þorsteinsson
Undirritaður hafði gengið með þá hugmynd að hjóla upp með Hvítá að austanverðu í Kerlingafjöll og þaðan austur að Þjórsá og niður í Þjórsárdal. En það vantaði einhvern til þess að fara með. Síðastliðinn vetur kom vinur minn og fyrrverandi vinnufélagi að máli við mig og spurði hvort ég hefði ennþá áhuga á þessari hjólaferð. Kvað ég svo vera og sagðist hann einnig hafa áhuga á að hjóla þessa leið. Síðar bættist vinnufélagi í hópinn, en af persónulegum ástæðum gat hann ekki farið í ferðina þegar til kom, en bauðst til að skutla okkur á byrjunarstað. Við settumst niður til að spekúlera í þessu og ákváðum að fara 14. júlí og áætla 5 daga í ferðina. Undirbúningur hófst með því að æfa sig í hjólreiðum og byggja upp þol. Við settum niður GPS punkta af leiðinni sem við tókum af Íslandskorti á ja.is sem síðar reyndust ekki vera mjög nákvæmir.
- Details
- Björgvin Hólm
Þriðjudagur 4. Maí 1993. Ferð hefst
Björgvin Hólm
19. nóvember 1934 til 3. apríl 1999
Nokkar setningar úr ferðalýsingunni hafðar sér, og prentaðar með stærri stöfum.
Annars tjalda ég oft í skógarrjóðrum hinu megin við fjörðinn.
Það var byrjað að skafa yfir veginn, og sumstaðar varð ég að leiða hjólið yfir smá skafla.
Gamli bærinn er fremst við ósinn, og berst þar fyrir lífi sínu sem athafnarsvæði.
Hjólið er hérna rétt fyrir utan tjaldið, og regndroparnir hreinsa það af ryki veganna.
Og áður en ég vissi af, hafði ég rúllað 80 km á átt til Siglufjarðar.
En kvaddi þau síðan og sagði „Tsjá“ við Ítalann, þótt ég viti ekki , hvernig eigi að skrifa það.
Ég er einn af þeim mönnum , sem aldrei gat sætt sig við „video-innrásina“