T.d. langaði eina að sjá Kópavogsdalinn, hafði aldrei komið þangað en séð fallegar myndir þaðan. Þá hjóluðum við þangað í gegn um Breiðholtið, niður eftir íðilfögrum Kópavogsdalnum og svo áfram út í Gróttu. Næsta þriðjudag verður kaffihúsaferð, þá hittumst við eftir sem áður kl 19:30, hjólum aðeins áður en við stingum okkur inn á kaffihús og fáum okkur kökusneið.
Einn þriðjudaginn mætti mætur hjólagarpur, Jakob Hálfdanarson og stakk upp á að við færum Reykjavík á röngunni. Og það gerðum við, þræddum hina ýmsu leynistíga og krókaleiðir. Þar á meðal þrengsta opinbera sund í Vesturbænum, en tveir fullorðnir einstaklingar geta ekki mæst í sundinu, það er of þröngt. Kunnum við Jakobi bestu þakkir fyrir öðru vísi og skemmtilega hjólaferð.
Á vef Fjallahjólaklúbbsins er að finna myndir úr ferðum og öðrum viðburðum. Hér er t.d. að finna fleiri myndir úr þessari skemmtilegu þriðjudagsferð:
https://picasaweb.google.com/ifhkmyndir/2011ReykjavikARongunni#
Gott að velja Fullscreen og Slideshow til að sjá myndirnar í fulri stærð.
Og svo var aðeins verið að vídeóast:
Birtist fyrst á bloggi Hrannar: hrannsa.blog.is