Hér eru aðeins listaðar helstu ferðir. Stundum eru dagsferðir og jafnvel helgarferðir skipulagðar með stuttum fyrirvara. Endilega skráið ykkur á póstlistann okkar á forsíðunni og fylgist með á Facebook.
12. - 14. maí
Samkvæmt hefð förum við í hjólaferð um Eurovision helgina. Í ár ætlum við í Húsafell, gistum þar í bústað með heitum potti. Við höfum bústaðinn fram á mánudag, um að gera að taka langa helgi ef hægt er.
Nánari upplýsingar hér: Helgarferð - Eurovision – Húsafell
23. - 25. júní
Hvammstangi ( Fljótshlíð og Akranes til vara )
21. - 23. júlí
Fljótshlíð ( Akranes og Hvammstangi til vara )
11. - 13. ágúst
Akranes ( Fljótshlíð og Hvammstangi til vara )
Allar þessar ferðir eru í léttari kantinum og allir sem geta á annað borð setið á hnakk og hjólað í klukkutíma geta tekið þátt. Við gistum á tjaldsvæðum og förum út að borða. Hver og einn á eigin vegum, en við getum sameinast í bíla og tekið þátt í ferðakostnaði. 6000 til Hvammstanga (báðar leiðir), 3000 til Hvolsvallar og 1500 til Akraness. Hver ferð verður auglýst með nánari dagskrá þegar nær dregur.
Dagsferðir verða farnar með stuttum fyrirvara þegar veður er með skaplegra móti. Verða auglýstar á Facebook síðunni okkar með 1-2ja daga fyrirvara.
Heiðmörk
Hjólað um fallega skógarstíga steinsnar frá Höfuðborginni.
Melasveit - Ölver
Við byrjum hjólaferðina við Melasveitarveg (505) og hjólum fyrst í Ölver. Tökum hring í sveitinni, samtals 30 km. Leiðin er létt, erfiðleikastig 4 af 10. Malbik, malarvegur og sendnir moldarslóðar. 1 km sem þarf kannski að leiða hjólið. Lítið um brekkur. Hentar öllum sem eru vön hjólreiðum.
Dyrafjöll við Nesjavallaleið
12 km hringur á grófum malarslóðum. Það gæti þurft að leiða hjólið upp bröttustu brekkurnar, en á móti kemur að það er líka farið niður brekkur. Gróf dekk æskileg og gefum okkur 3-4 tíma í ferðina. Erfiðleikastig 6 af 10. Einungis fyrir fólk í góðu formi. Og þá frekar góðu gönguformi, því þetta er hjóla/gönguferð með náttúruskoðun, slóri og blómþefun. Hér gætu rafhjól komið sterkt inn.
12 maí 2023 |
|
23 júní 2023 |
|
21 júlí 2023 |
|
11 ágúst 2023 |
|
Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík.
Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691
Vafrakökur og persónuvernd
Vefur unninn af Hugríki.is.