Hér eru aðeins listaðar helstu ferðir. Stundum eru dagsferðir og jafnvel helgarferðir skipulagðar með stuttum fyrirvara. Endilega skráið ykkur á póstlistann okkar á forsíðunni og fylgist með á Facebook.
9. - 10. apríl – Svínadalur
Gist verður á hótel Laxárbakki, 4 saman í studioíbúð. Kostnaður um 5000 kall. Hægt að vera einn í herbergi, þá kostar það 12 þúsund. Við höfum eldhús til umráða, á staðnum er heitur pottur og veitingastaður. Á laugardag hjólum við um Svínadalinn, 40 km en hægt er að stytta sér leið ef fólk þreytist. Á sunnudag verður hjólaður stuttur hringur um Melahverfið og kíkt á fossana í Laxá, svona úr því laxveiðitímabilið er ekki byrjað.
13. - 15. maí – Eurovision
Við ætlum að hafa gaman saman um þessa helgi, en nánari útfærsla liggur ekki fyrir. Það verður hjólað og gist í góðum bústað, helst með heitum potti. Svo það sé hægt að ræða landsins gagn og nauðsynjar, úrslit Eurovision og ekki síst úrslit sveitarstjórnakosninganna.
16. - 19. júní – Hvammstangi
Við ætlum að taka 3ja daga hjólaferð um Hvammstanga og nærsveitir. Ferðirnar eru allar léttar, um 25-30 km og möguleiki á að taka tvo túra á dag. Eða dóla í sundlauginni og sóla sig. Gisting á tjaldsvæðinu eða hjá ættingjum, vinum, á hóteli eða eins og hverjum og einum sýnist.
15. júlí – Árnes
Gist á tjaldsvæðinu í Árnesi, það er verslun/veitingastaður rétt hjá og sundlaug. Léttar hjólaleiðir sem henta öllum. Á laugardag verður hjólað upp í Laxárdal, kannski hittum við á Pizzuvagninn sem verður staðsettur þar seinnipartinn.
12. - 14. ágúst – Vesturland
Við ætlum að gista á tjaldsvæðinu Akranesi. Á laugardag munum við hjóla í kring um Akrafjall, sem er leið 20 í Hjólabók nr 2 eftir Ómar Smára. Eftir hjóladaginn munum við skola af okkur í Guðlaugu, sjósundsaðstöðunni. Förum svo út að borða um kvöldið. Á sunnudag verður hjólaður 20 km hringur um Eyrarfjall í Hvalfjarðasveit.
2022 – Utanlandsferð
Engin var utanlandsferðin 2021 út af dottlu, og að athuguðu máli ætlum við að fresta henni aftur 2022.
09 apríl 2022 |
|
13 maí 2022 |
|
16 júní 2022 |
|
15 júlí 2022 |
|
12 ágúst 2022 |
|
Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík.
Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691
Vafrakökur og persónuvernd
Vefur unninn af Hugríki.is.