Aðalfundur ÍFHK var haldinn 25. febrúar 2021 eftir frestun vegna Covid takmarkana á samkomum. Gekk hann vel fyrir sig, reksturinn er með ágætum, fjöldi félagsmanna nokkuð stöðugur og hugur í fólki að vera með öfluga starfsemi á árinu.
Aðalfundur ÍFHK var haldinn 25. febrúar 2021 eftir frestun vegna Covid takmarkana á samkomum. Gekk hann vel fyrir sig, reksturinn er með ágætum, fjöldi félagsmanna nokkuð stöðugur og hugur í fólki að vera með öfluga starfsemi á árinu.
Kæru félagar. Nú líður að endurnýjun árgjalds en 2020 skírteinin gilda út mars. Við munum stofna kröfur 22 febrúar, en ef einhver hefur tök á að leggja beint inn á okkur fyrir þann tíma væri það frábært. Sparar okkur stofn- og greiðslugjöld krafna. Reikningur 0515-26-600691 og kennitala 600691-1399. 2.500 kr. fyrir einstaklinga eða 3.500 kr. fyrir fjölskyldur. Þeir sem gengu í félagið (nýjir eða eftir hlé) í nóvember 2020 eða síðar þurfa ekki að greiða 2021 árgjald.
Venju samkvæmt hefst vinna við árlega tímaritið okkar Hjólhestinn núna í upphafi árs og auglýsum við hér með eftir efni. Það er laust pláss fyrir ýmisskonar pistla, ferðasögur, reynslusögur úr starfi klúbbsins og allskonar. Við látum samt aðra að mestu um að fjalla um keppnissportið.
Það væri t.d. gaman að heyra frá einhverjum sem byrjaði nýlega að nota hjólið sem samgöngutæki og heyra hvað dreif viðkomandi af stað og hver reynslan hefur verið. Það má líka fjalla um ferð með klúbbnum eða aðrar skemmtielgar hjólaferðir.
Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins sem átti að halda 15. október frestaðist vegna covid en verður haldinn 25. febrúar 2021, kl 20 að Brekkustíg 2, 101 Reykjavík.
Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stórn klúbbsins geta haft samband í netfangið ifhk@
Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins sem átti að halda 15. október frestast vegna covid og verður ný dagsetning auglýst síðar.
Opið hús fellur niður á næstunni samkvæmt fyrirmælum stjórnvalda.
Framundan er helgarferð um stórbrotið landslag.
Planið er að sameinast í bíla, hittast við Hjálparfoss um kl 11 laugardaginn 18 júlí, hjóla um línuveg að Sandártungu og hjóla um skógi vaxnar hlíðar aftur að bílunum. Línuvegurinn er grófur yfirferðar en skógarstígarnir auðveldir.
Þriðjudagskvöldferðirnar hafa farið vel af stað þetta sumarið. Ríflega 30 manns hafa mætt í ferðirnar, en við höfum hjólað Vestur í bæ, upp í Grafarholt, kring um Kópavog, upp í Heiðmörk og kíkt á kaffihús í Nauthólsvík.
Er ekki kominn tími á að rífa sig upp úr sófanum og koma með okkur eina kvöldstund?
Hér sýnir Árni Davíðsson okkur hvernig á að skipta um sveifarlegu. Verkfærin sem þarf að nota eru sérhæfð og þau er að finna á verkstæði Fjallahjólaklúbbsins sem er opið öllum félagsmönnum.
Við ætlum í óvænta helgarferð 30 maí.
Fyrri dagleiðin er þægileg, allt á jafnsléttu, á malbiki og góðum malarvegum. Við munum hjóla frá Selfossi, niður að sjónum, að Stokkseyri, þar sem við munum gera hádegishlé og taka brimið og særokið inn í sálina. Hjólum aftur í norður að bílunum, þá höfum við lagt að baki 40 km og áætlum að það taki 5-6 tíma með hléum. Erfiðleikastig 4 af 10.
Margir eru að velja sér reiðhjól þessa dagana og svo vilja krakkarnir stækka eitthvað á milli ára og þá þarf að huga að ýmsu. Hér sýnir Árni okkur hvað þarf að hafa í huga þegar stellið er stillt.
Á vorin er ekki úr vegi að yfirfara reiðhjól fjölskyldunnar og athuga hvort þau séu í lagi. Árni Davíðsson sýnir okkur hvað þarf að athuga áður en fákunum er hleypt út.
Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík.
Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691
Vafrakökur og persónuvernd
Vefur unninn af Hugríki.is.