- Details
- Hrönn Harðardóttir
Komdu með og prófaðu hjólaferð með okkur
Við ákváðum í haust að endurvekja laugardagshjólatúrana. Það heppnaðist svona líka ljómandi vel, aldrei færri en 5 mætt og mesta þátttaka 16 manns. Svo við ákváðum að halda áfram að hjóla í desember og eftir áramót. Það verða sumsé vikulegir laugardagshjólatúrar í allan vetur.
Hér má sjá myndir frá hjólatúrunum: https://photos.app.goo.gl/SDLgumr6qj9WucMu5
Komdu með og prófaðu hjólaferð með okkur. Brottför alla laugardaga stundvíslega kl. 11:00 frá Sævarhöfða 31, öll velkomin og ekkert þáttökugjald. Nagladekk, endurskinsfatnaður og ljós nauðsynleg. Lýsum upp skammdegið og komum heil heim.
Við hjólum í ca. klukkutíma (jafnvel styttra ef það er mjög kalt) og stingum okkur inn í bakarí eða á kaffihús. Að því loknu er heimförin frjáls en fram að því reynum við að halda hópinn.
