Hjólað um höfuðborgarsvæðið

Atburðaalmanak

Skoða allt árið Skoða mánuðinn Skoða viku Skoða daginn í dag Leita Velja mánuð
Hjólað um höfuðborgarsvæðið
Hjólað um höfuðborgarsvæðið

Þriðjudagskvöldferðirnar - yfir sumarmánuðina

Við hittumst við Landsbankann í Mjódd  á hverjum þriðjudegi í sumar og hjólum af stað kl 19:30, ýmist eftir stígum, hjólabrautum eða samnýtum rólegar hverfisgötur með öðrum farartækjum, lærum að þekkja stígakerfið, kynnumst þeim fjölmörgu hjólabrautum  sem hafa verið lagðir á undanförnum árum og gert hjólreiðafólki auðveldara að fara um höfuðborgarsvæðið með öruggum hætti.

Þessar ferðir henta öllum, byrjendum, görpum og börnum niður í 10 ára í fylgd foreldra eða forráðamanna.  Þá hafa yngri börn komið með á tengihjólum eða þar til gerðum barnastólum.  Ferðirnar eru styttri og léttari til að byrja með og taka ca 1.5 tíma.  Þegar líður á sumarið lengjast ferðirnar og má þá búast við að þær taki 2-3 tíma.  Er ekki tími til kominn að dusta rykið af reiðhjólinu sem er búið að standa allt of lengi úti í bílskúr og koma með okkur eitthvert kvöldið?



Dagskrá 2023:

  • 3.5          Klúbbhúsið – kaffisamsæti.
     
  • 10.5       Árbær.  Hverfið skoðað og svo farið út í Sraums-og strengjahverfið.
     
  • 17.5       Skógarstígar umhverfis Breiðholt.  Komið við í Gamla kaffihúsinu.
     
  • 24.5       Kópavogsdalur.  Leynd perla á Höfuðborgarsvæðinu.
     
  • 31.5       Laugarnes með viðkomu á Kleppi.
     
  • 7.6          Elliðaárdalur.  Rómantískir skógarstígar þræddir sem og greiðfærari stígar í dalnum fagra.
     
  • 14.6       Seljahverfi og sjampóhringurinn.  Veit einhver hvar hann er?
     
  • 21.6       Elliðavatn.  Hjólað að og í kring um.
     
  • 28.6       Þingholt, Öskjuhlíð og kannski kíkt á kaffihús.
     
  • 5.7          Garðabær.  Ábyggilega komið við í ísbúð áður en haldið er heim á leið.
     
  • 12.7       Kópavogur.  Gamli bærinn hjólaður þver og endilangur.
     
  • 19.7       Rauðavatn og Reynisvatn.
     
  • 26.7       Grafarholt.  Það má búast við einhverjum brekkum, og allar liggja þær upp í mót.
     
  • 2.8          Breiðholt.  Hjólað um Bakka, Hóla og Fellahverfin.
     
  • 9.8          Vöfflukaffi í Mosfellsbæ.  Geir er höfðingi heim að sækja og býður okkur í heitt súkkulaði.
     
  • 16.8       Miðbær – Vesturbær.
     
  • 23.8       Urriðaholt.  Nýlegt hverfi í Garðabæ.
     
  • 30.8       Klúbbhúsið.  Lokahóf og mætingameistari leystur út með gjöfurm, knúsi og kossum.
     
Engir viðburðir skráðir undir: Hjólað um höfuðborgarsvæðið



Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691