- Details
- Örlygur Steinn Sigurjónsson
Vegalengd: 48 km (hringur)
Upphafsreitur GPS 64 25 693N 21 48 378W
MöL 70% Malbik 30%
Heildarhækkun 500 m.
Ferðin hefst við bæinn Efra Skarð við Leirársveitarveg (504) og liggur norður á Skarðsheiðina austan við Snóksfjall. Línuveginum er fylgt norður að Mófellsstaðavegi (507) og þaðan er farið niður á Þjóðveg 1 eftir Borgarfjarðarbraut. Fremur erfið hjólaleið í byrjun vegna bratta og lausagrjóts en skánar eftir því sem líður á.
- Details
- Ormur Arnarson
Lýsing á ensku:
Fantastic route near Hveragerdi (approx 40 min drive from Reykjavik).
Starting from Hveragerdi you ride up the mountain using the old gravel road.
Once you are up on the plateau you follow the road untill it takes
you to the main road (ringroad nr. 1) which you need to cross. Continue
west for a hundred meters untill you get to the road leading to
Ölkelduháls. Follow this gravelroad north for about 8 km up to the top
of the mountain (approx 460 m high).
Once at the top, lower the saddle because from there on its pure downhill fun.
Follow the tracks leading you down the Reykjadalur valley untill you end up in Hveragerdi again.
The route leads through a highly thermal area with plenty of steam
and hot water coming up through the ground. A warm river flows through
the Reykjadalur valley. Its a great opportunity to wash off the sweat
from climbing to the top.
Take great care not to fall into any of the hot mud pits that you find along the way!!!
- Details
- Arnaldur Gylfason
Hjóluðum frá Nesjavallavegi inn á stíg sem liggur meðfram Marardal og svo um Engidal. Enduðum við Hellisheiðarvirkjun. Frábær leið. Fengum svo skutl yfir á Ölkelduháls og hjóluðum niður Reykjadalinn niður í Hveragerði. Alveg frábært.
Ath að beygt er af þjóðvegi þar sem merkt er Ölkelduháls. Keyrt er inn eftir uns komið er nálægt Ölkelduhálsi. Þar er beygt til hægri þarsem eru 2-3 járnstangir við veginn (var líklega hlið). Aðeins ofar og í hvarfi er borhola. Ef keyrt er/hjólað upp veginn, tekinn hægri kaflinn þar sem hann skiptist í brekkunni og endað við háspennumastur uppi er farið niður um 50 m grasbrekku og þar komið á stíginn niður í Reykjadalinn austan meginn.
- Details
- Örlygur Steinn Sigurjónsson
Skorradalsvatn
Vegalengd: 40 km
Upphafsreitur GPS 64 32 586N 21 36 989W
MöL 80% Malbik 20%
Ferðin hefst við norðurenda Skorradalsvatns. Eftir atvikum þarf að gæta þess að finna hentugt pláss fyrir bíl við vegkant, eða skilja hann eftir við heimreið við nálæg hús. Hjólað er sem leið liggur eftir Skorradalsvegi (508) út að SA- enda vatnsins, hvar ágætt er að taka nestishlé. Að því loknu tekur við torfær vegur til baka, grýttur og drullugur á köflum, en skánar eftir því sem á líður og komið er á Dragaveg (520).
- Details
- Örlygur Steinn Sigurjónsson
Svínaskarð - Þingvallavegur (hringur)
Vegalengd: 36 km
Upphafsreitur GPS 64 11 449N 21 32 341W
Möl 65% Malbik 35%
Heildarhækkun: 600 m.
Ferðin hefst við Þingvallaveg við afleggjara að Hrafnhólum. Hjólað er norður að Leirvogs á (3,3 km) og þá beygt til hægri inn með sumarhúsabyggð og áleiðis upp Svínaskarðið. Komið er niður á Kjósarskarðsveg að norðanverðu og þá beygt til hægri áleiðis að Þingvallavegi. Leiðin er mjög krefjandi um Svínaskarðið þar sem um grófan og brattan vegslóða er að fara, en auðveld að öðru leyti.
- Details
- Örlygur Steinn Sigurjónsson
Arnarstapi -Snæfellsjökull-Fróðárheiði (hringur)
Vegalengd: 55 km
Möl 50% Malbik 50%
GPS punktur á upphafsreit: 64 46 094N 23 38 424W
Talsvert brött leið á grófum vegi upp á jökulhálsinn fyrstu 7 km en að því loknu niðurbrun "norður og niður" að Útnesvegi (nr 574). Skemmtileg leið fyrir þá sem unna klifri og niðurbruni, bæði á malbiki og möl.
- Details
- Örlygur Steinn Sigurjónsson
Hrafnseyrarheiði - Kvennaskarð (hringur)
Vegalengd: 50 km
Upphafsreitur GPS 65 45 561N 23 27 044W
Möl 100%
Heildarhækkun: um 1000 m.
Ferðin hefst við Hrafnseyri í Arnarfirði. Hjólað út með Arnarfirðinum fyrstu 16 km og þá beygt til hægri, áleiðis upp í Kvennaskarð. Vegslóðinn er grófur á köflum. Hjólað niður með Kirkjubólsá uns komið er á veg austan Hofs. Þá tekin fyrsta beygja til hægri áleiðis að bænum Bakka, í gegnum hlaðið og upp á þjóðveg, áleiðis suður á Hrafnseyrarheiði. Neyðarskýli er efst á heiðinni (GPS 65 48 389N 23 26 075W). Leiðin er krefjandi í heild, en felur í sér mikið niðurbrun að loknu puði upp í Kvennaskarðið annarsvegar og Hrafnseyrarheiðina hinsvegar.