- Details
- Örlygur Steinn Sigurjónsson
Hrafnseyrarheiði - Kvennaskarð
Hrafnseyrarheiði - Kvennaskarð (hringur)
Vegalengd: 50 km
Upphafsreitur GPS 65 45 561N 23 27 044W
Möl 100%
Heildarhækkun: um 1000 m.
Ferðin hefst við Hrafnseyri í Arnarfirði. Hjólað út með Arnarfirðinum fyrstu 16 km og þá beygt til hægri, áleiðis upp í Kvennaskarð. Vegslóðinn er grófur á köflum. Hjólað niður með Kirkjubólsá uns komið er á veg austan Hofs. Þá tekin fyrsta beygja til hægri áleiðis að bænum Bakka, í gegnum hlaðið og upp á þjóðveg, áleiðis suður á Hrafnseyrarheiði. Neyðarskýli er efst á heiðinni (GPS 65 48 389N 23 26 075W). Leiðin er krefjandi í heild, en felur í sér mikið niðurbrun að loknu puði upp í Kvennaskarðið annarsvegar og Hrafnseyrarheiðina hinsvegar.