- Details
- Vefstjóri
Helgina 6.-7. júlí förum við í helgarferð um Siglufjarðarskarð og Kolugljúfur.
- Details
- Vefstjóri
Við byrjum á að hjóla á laugardeginum 15 júní upp í Hítardal. Þar er gríðarleg náttúrufegurð, hjólaleiðin er að mestu á góðum malarvegi, en við munum líka hjóla einhverja slóða til að skoða nálæga dali. 40-50 km, erfiðleikastig 5 af 10. Gistum í Ólafsvík 2 nætur, þar er ágætt tjaldsvæði með góðri inniaðstöðu. Það er gerð krafa um rafmagnshjól í þessari ferð, eða að fólk sé í mjög góðu hjólaformi. Á leiðinni munum við stoppa á Arnarstapa og öðrum ferðamannastöðum og skoða okkur um. Snæðum einhvers staðar á leiðinni eða við komu til Ólafsvíkur.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Alla þriðjudaga í sumar leggjum við af stað frá Sævarhöfða 31. Á sama tíma leggja Reiðhjólabændur af stað, en við förum aðeins hægar yfir en þeir. Öll velkomin að taka þátt, börn yngri en 14 ára skulu þó vera í fylgd með foreldrum eða forráðamönnum.
- Details
- Vefstjóri
Við ætlum að kveðja Klúbbhúsið á táknrænan hátt með því að hjóla frá Brekkustíg 2 yfir að Sævarhöfða 31 og taka þar hefðbundið vöfflukaffi í nýju aðstöðunni okkar. Við reiknum með að leggja af stað kl. 14:00 25 apríl 2024.
Vinsamlega merkið við mætingu hér á Facebook viðburðinum, svo við getum áætlað magn af vöfflum og hversu mikið á að hella upp á.
- Details
- Ferðanefnd
Eurovision teitið verður í sumarbústað nálægt Bifröst, Borgarfirði. Við munum grilla eitthvað gott, horfa á söngvakeppnina, ræða landsins gagn og nauðsynjar, dýfa okkur ofan í heitan pott, það verður gleði og glaumur. Gítarar og harmonikkur velkomnar.
- Details
- Stjórn Fjallahjólaklúbbsins
Það er alltaf eitthvað í gangi hjá okkur. Verkstæðið og klúbbaðstaðan á Sævarhöfða 31 er opin vikulega á mánudögum. Á þriðjudögum hjólum við um höfuðborgarsvæðið. Mánaðarlega er amk. ein skipulögð helgarferð og aldrei að vita nema fleira verði skipulagt með stuttum fyrirvara svo við mælum með að þið skráið ykkur á póstlistann og lækið við Facebook síðuna okkar til að fylgjast með. Hér er aðeins það helsta talið upp.
- Details
- Stjórn Fjallahjólaklúbbsins
Fjallahjólaklúbburinn og Reiðhjólabændur eru að hefja samstarf um samnýtingu á húsnæðinu að Sævarhöfða 31 um það leiti sem þessi Hjólhestur kemur út. Staðsetningin þykir heppilegri enda við miðpunkt höfuðborgarsvæðisins og kostnaður við leigu á Brekkustíg hafði aukist verulega. Þetta var ákveðið eftir kynningarfund með félagsmönnum í framhaldi af umræðum á síðasta aðalfundi.
- Details
- Vefstjóri
Þá er komið að hinu árlega pökkunarkvöldi. Við munum hittast kl 19:00 fimmtudaginn 14. mars og byrja á því að fá okkur pizzu og gos. Svo pökkum við Hjólhestinum niður ásamt skírteinum þeirra sem eru búin að greiða félagsgjöldin. Margar hendur vinna létt verk. Pizzurnar eru í boði Fjallahjólaklúbbsins. Gott ef fólk merkir mætingu við þennan viðburð, svo við getum áætlað magn af pizzum.
Fleiri greinar...
Síða 1 af 63