Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins verður haldinn 31. október 2019, Brekkustíg 2, kl. 20.
Jafnframt er auglýst eftir framboðum til stjórnar klúbbsins. Þeir sem hyggja á framboð, sendi tilkynningu í netfangið ifhk@
Við ætlum í óvænta helgarferð 30 maí.
Fyrri dagleiðin er þægileg, allt á jafnsléttu, á malbiki og góðum malarvegum. Við munum hjóla frá Selfossi, niður að sjónum, að Stokkseyri, þar sem við munum gera hádegishlé og taka brimið og særokið inn í sálina. Hjólum aftur í norður að bílunum, þá höfum við lagt að baki 40 km og áætlum að það taki 5-6 tíma með hléum. Erfiðleikastig 4 af 10.
Okkur hafa borist nokkrar fyrirspurnir vegna ferðar okkar í Þjórsárdal 18 júlí. Nú setur covid smá strik í reikninginn og við vitum ekki hvort ástandið verði óbreytt eða hafi breyst til hins betra eða verra. Í dag er til dæmis mælt með því að fólk ferðist ekki saman í bílum (nema það búi saman), það eru fjöldatakmarkanir í skálum og það þarf að halda tveggja metra fjarlægð.
Kæru félagar. Nú líður að endurnýjun árgjalds en 2019 skírteinin gilda út mars. Við munum stofna kröfur 24 febrúar, en ef einhver hefur tök á að leggja beint inn á okkur fyrir þann tíma væri það frábært. Sparar okkur stofn- og greiðslugjöld krafna. Reikningur 0515-26-600691 og kennitala 600691-1399. 2500 fyrir einstakling, 3500 fyrir fjölskyldu.
Við auglýsum eftir efni í fréttablað klúbbsins Hjólhestinn. Það er laust pláss fyrir ýmisskonar pistla, ferðasögur, reynslusögur úr starfi klúbbsins og allskonar. Við látum samt aðra um að fjalla um keppnissportið.
Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins verður haldinn 31. október 2019, Brekkustíg 2, kl. 20.
Jafnframt er auglýst eftir framboðum til stjórnar klúbbsins. Þeir sem hyggja á framboð, sendi tilkynningu í netfangið ifhk@
Föstudaginn 20. september 2019 verður níunda ráðstefna Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna undir heitinu Hjólum til framtíðar haldin og er frítt inn fyrir félaga Fjallahjólaklúbbsins.
Takið næsta þriðjudag frá því þann 27. ágúst er lokahóf þriðjudagskvöldferðanna. Við munum hjóla upp í Mosfellsbæ. Geir er svo elskulegur að bjóða okkur enn og aftur heim til sín í heitt súkkulaði og ilmandi bakstur. Þar verður Mætingameistari 2019 krýndur, hlaðinn gjöfum, myndaður í bak og fyrir, knúsaður og kreistur.
Helgarferð til eyjunnar fögru. Hjólaferðin hefst laugardaginn 10 ágúst kl 11:00 á Tjaldsvæðinu í Herjólfsdal. Fólk kemur sér sjálft á staðinn, en um að gera að sameinast í bíla. Flestir fara á föstudegi til Eyja og farið er út að borða bæði kvöldin.
Síða 7 af 63