- Details
- Páll Guðjónsson
Kæru félagar. Á fimmtudagskvöld kemur nýr Hjólhestur í Klúbbhúsið ásamt nýjum félagsskírteinum og ætlum við að pakka þeim til dreifingar og ekki verra að fá sjálfboðaliða til að hjálpa til. Félagsmanna sem borguðu árgjaldið í fyrra bíða þessi fallegu sérmerktu skírteini eins og á myndinni. Við bíðum aðeins með að afhjúpa sjálfan Hjólhestinn.
- Details
- Páll Guðjónsson
Við auglýsum eftir efni í fréttablað klúbbsins Hjólhestinn. Það er laust pláss fyrir ýmisskonar pistla, ferðasögur, reynslusögur úr starfi klúbbsins og allskonar. Við látum samt aðra um að fjalla um keppnissportið.
- Details
- Páll Guðjónsson
Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins var haldinn 25. nóvember 2018 og var þar kosinn nýr formaður og stjórn og gerðar lítillegar breytingar á lögum klúbbsins.
- Details
- Páll Guðjónsson
Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins verður haldinn 25. október 2018, Brekkustíg 2, kl. 20.
- Details
- Páll Guðjónsson
28 ágúst verður síðasta þriðjudagskvöldferðin og þá verður mætingameistarinn 2018 krýndur. Það er sá aðili sem hefur mætt flesta þriðjudaga í sumar.
- Details
- Auður Jóhannsdóttir
Helgina 25. - 26. ágúst fer Fjallahjólaklúbburinn í helgarferð í Borgarfjörð.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
28-29 júlí munum við hjóla á Vestfjörðum. Nánar tiltekið Mjóifjörður og Gilsfjörður. Við munum hittast í Heydal (í botni Mjóafjarðar) að morgni laugardags, og stefnan er að leggja af stað um kl 11:00
- Details
- Ferðanefnd
Ferðin hefst við Svartagil kl. 14:00, og þaðan hjólað norður á Uxahryggi og að Ormavöllum. Þar hefst fjallahjólapuð af bestu gerð, áð við Hvalvatn og hjólað síðan norðan við vatnið (töluvert puð hér) vestur að Glym og hjólin teymd niður brattasta partinn og hjólað að Stóra-Botni og þaðan upp á Leggjarbrjót og þaðan í Svartagil. ATH: breyttan tíma frá fyrstu auglýsingu.
Fleiri greinar...
Síða 9 af 63