Þátttaka tilkynnist til Hrannar með email.
- Ferðanefnd
Helgina 6.-7. júlí verður farið í helgarferð um Snæfellsnes og Hítardal.
Á laugardag, 6 júlí hjólum við um Berserkjahraun. Lagt af stað frá Stykkishólmi kl 10:00 Leiðin er að mestu á malarvegi og hægt að velja um 40 eða 60 km hjóladag. Í lok dags förum við í sund á Stykkishólmi. Síðan verður kvöldvaka á tjaldsvæðinu, en þar verður gist í tjöldum. Gítarar velkomnir.
Á sunnudaginn tökum við pjönkur okkar saman og keyrum í átt til Borgarness. En áður en við snæðum þar hamborgara samkvæmt hefð, þá ætlum við að hjóla Hítardalinn. Þar voru náttúruhamfarir í fyrra, við munum skoða skriðuna í kristilegri fjarlægð og undra okkur á ægikröftum náttúrunnar. Leiðin er á malarvegi og við höfum aftur möguleika á að hjóla 20-40 km þann daginn.
Erfiðleikastig 5 af 10. Fólk þarf að vera vant hjólreiðum og hafa hjólað í 1-2 klukkustundir samfleytt án vandkvæða.
Þátttaka tilkynnist til Hrannar með email.
- Ferðanefnd