Stefnt á að hafa möguleika á aðstoð ef einhver vill stoppa eða ef eitthvað bilar þannig að ekki sé hægt að halda áfram.
Ef áhugi er fyrir er hægt að benda á nokkrar hjólaleiðir til viðbótar, gönguleiðir í nágrenninu m.a. á nokkur fjöll, rafting, söfn, fuglaskoðun, Drangeyjarsiglingu, heimsókn á bóndabæi ofl.
7. júní
Hópurinn kemur saman föstudaginn 7. júní í sumarbústað í Varmahlíð/tjaldstæði.
8. júní
Hjólað frá Varmahlíð áleiðis til Sauðárkróks, stoppað við Glaumbæ eftir ca 10 km og hjólað síðan til Sauðárkróks 25 km frá Varmahlíð, stoppað við Sauðárkróksbakarí þar sem hægt er að fá sér í gogginn. Hjólað frá Sauðárkrók í austur, stoppað eftir ca 7 km við útsýnisstað í Hegranesi, hjólað yfir Hegranes og yfir í Viðvíkursveit og stoppað við gatnamót eftir ca. 17 km frá Sauðárkrók. Hjólað til suðurs og stoppað á ca 10 km fresti eða þrisvar sinnum áður en hópurinn kemur til baka í bústaðinn.
9. júní
Keyrt til Sauðárkróks og hjólað til norðurs eftir Reykjastönd á malarvegi meðfram sjónum með gott útsýni yfir fjörðinn ca. 16 km að Reykjum og stoppað þar. Hjólað til baka eftir gott stopp þar sem hægt er að taka sólarhæðina og plana næstu daga.
Fararstjóri Þorgerður G. Jónsdóttir
Heimafólkið og hjónin Sigríður Ragna og Ingimundur Ingvarsson munu leiða okkur um þeirra heimasvæði.
Sendið póst á
Sjá einnig Facebook viðburð: https://www.facebook.com/events/869394136738094/