
- Details
- Vefstjóri
Klúbburinn er 30 ára í ár og að því tilefni er verið að skipuleggja ferð um Móseldalinn í Þýskalandi nú í haust.
Stefnt er að því að fara ca. 1. september og vera í 8 daga. Leiðin liggur að mestu á hjólastígum niður með ánni Mósel, en einnig í umferð eða á hjólareinum. Möguleikar á útúrdúrum eru á nokkrum stöðum og eru þær leiðir sumar erfiðari yfirferðar og krefjast meiri færni. Valdir voru ódýrir gististaðir til að halda kostnaði niðri. Ferðin hentar fólki í þokkalegu almennu formi en ekki er þörf á mikilli tæknilegri færni á hjóli þar sem stígar og vegurinn er góður (fyrir utan útúrdúrana sem eru valfrjálsir). Dagleiðir geta farið upp í 70km. eins og planið er núna.

- Details
- Vefstjóri
Fjallahjólaklúbburinn var stofnaður fyrir 30 árum og af því tilefni langar okkur að fagna með smá grillveislu 27. júlí. Hún verður haldin í Heiðmörk, í skála Norðmanna. Hægt að gista í skálanum ef gleðin teygist fram eftir kvöldi. Við þurfum að rukka kr 1000 kall svo við getum skipulagt herlegheitin, en í boðinu verður grillveisla, gos, rautt, hvítt og bjór. Og að sjálfsögðu afmælisterta og kaffisopi. 250 krónur fyrir börn. Vinsamlega leggið inn á reikninginn okkar sem fyrst og sendið póst á

- Details
- Ferðanefnd
Helgina 6.-7. júlí verður farið í helgarferð um Snæfellsnes og Hítardal.
Á laugardag, 6 júlí hjólum við um Berserkjahraun. Lagt af stað frá Stykkishólmi kl 10:00 Leiðin er að mestu á malarvegi og hægt að velja um 40 eða 60 km hjóladag. Í lok dags förum við í sund á Stykkishólmi. Síðan verður kvöldvaka á tjaldsvæðinu, en þar verður gist í tjöldum. Gítarar velkomnir.
Á sunnudaginn tökum við pjönkur okkar saman og keyrum í átt til Borgarness. En áður en við snæðum þar hamborgara samkvæmt hefð, þá ætlum við að hjóla Hítardalinn. Þar voru náttúruhamfarir í fyrra, við munum skoða skriðuna í kristilegri fjarlægð og undra okkur á ægikröftum náttúrunnar. Leiðin er á malarvegi og við höfum aftur möguleika á að hjóla 20-40 km þann daginn.
Erfiðleikastig 5 af 10. Fólk þarf að vera vant hjólreiðum og hafa hjólað í 1-2 klukkustundir samfleytt án vandkvæða.

- Details
- Páll Guðjónsson
Íslenski fjallahjólaklúbburinn fer í helgarferð um Skagafjörð 7. - 9. júní.
Áætlað er að hjóla um Skagafjörð í góðu veðri og mikilli náttúrufegurð þar sem sagan er á hverju strái, blómlegur landbúnaður og fjölbreytt dýralíf.
Boðið er uppá góða aðstöðu í sumarbústað í Varmahlíð þar sem einhverjir geta fengið gistingu einnig er tjaldsvæði , hótel, sundlaug og veitingastaðir í göngufæri. Möguleiki er á að nýta bústaðinn fram eftir vikunni.

- Details
- Páll Guðjónsson
Það verður létt viðgerðarnámskeið með sýnikennslu fyrir félagsmenn á Brekkustig 2 frá kl 20:00 til 21:00 fimmtudagskvöld 16. maí. Farið verður yfir dekkjaskipti, gera við sprungið dekk, skipta um bremsupúða, stilla gíra og skipta um keðju. Heitt á könnunni á efri hæðinni og viðgerðaaðstaðan opin á neðri hæðinni á eftir. Hægt að skipta yfir á sumardekk og spreyta sig á eigin hjóli. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

- Details
- Páll Guðjónsson
Framundan er helgarferð um ægifagurt landssag. Lagt af stað laugardaginn 18 maí kl 11:00 frá Olís bensínstöðinni við Norðlingaholt. Hjólað verður eftir Suðurlandsvegi, beygt inn á veg nr. 431, Hafravatnsveg. Þaðan farin Nesjavallaleið upp með Henglinum, niður að Þingvallavatni og áfram til Úlfljótsvatns. Þar verður gist í góðum bústöðum með heitum potti. Leiðin er 50 km, að mestu á malbiki. Allar tegundir af reiðhjólum henta, nema racer.

- Details
- Andreas Macrander
Íslenska hjólakortið - Cycling and the independent traveler around Iceland 2019
Ný útgáfa af íslenska hjólakortinu er væntanleg 1. júní 2019. Kortið verður á ensku og dreift frítt í öllum betri hjólabúðum og upplýsingamiðstöðvum ferðamanna. Allt efni kortsins er svo aðgengilegt á www.cyclingiceland.is Þar verður meðal annars:
Fleiri greinar...
Síða 8 af 64