- Details
- Árni Davíðsson
Laugardaginn 26. júní ætlum við í dagsferð þar sem við hjólum yfir allar göngu- og hjólabrýr á höfuðborgarsvæðinu 21 talsins. Við hittumst við N1 í Fossvogi kl. 9:45 og hjólum af stað kl. 10.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Við ætlum að fresta opnu húsi og hafa grillpartý föstudaginn 4 júní. Grillið verður klárt kl 19:00 og eftir það getum við sest upp á baðstofuloft, sagt hjóla- og hreystisögur. Pylsur og gos í boði Fjallahjólaklúbbsins en það má taka með sér veigar, ef fólk vill drekka eitthvað annað. Ef einhver á gítar eða önnur hljóðfæri má kippa þeim með. Aldrei að vita nema okkur takist að skapa brekkustemmingu í stiganum upp á loft. Væri ekki svolítið gaman að bregða sér í betri fötin og lyfta Klúbbhúsinu á virðulegra plan. Hjólaföt samt alveg í lagi sko.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Helgina 12.-13. júní verður farið í helgarferð á Snæfellsnes. Hver og einn velur gistingu, en flestir verða á tjaldsvæðinu. Einhverjir mæta á föstudagskvöldi, aðrir beint í hjólaferðina á laugardegi.
Á laugardag hjólum við um Berserkjahraun. Lagt af stað frá Stykkishólmi kl 10:00 Leiðin er að mestu á malarvegi og hægt að velja um 40 eða 60 km hjóladag. Í lok dags förum við í sund á Stykkishólmi. Síðan verður kvöldvaka á tjaldsvæðinu, en þar verður gist í tjöldum. Gítarar velkomnir.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Framundan er helgarferð um ægifagurt landsvæði. Lagt af stað laugardaginn 22 maí kl 11:00 frá Olís Bensínstöðinni við Norðlingaholt. Hjólað eftir Suðurlandsvegi, beygt inn á veg nr. 431, Hafravatnsveg. Þaðan farin Nesjavallaleið upp með Henglinum, niður að Þingvallavatni og áfram til Úlfljótsvatns, þar sem gist verður í góðum bústað með heitum potti. Leiðin er 50 km, að mestu á malbiki. Allar tegundir af reiðhjólum henta, nema racer. Rafmagnsreiðhjól gæti verið góður kostur.
- Details
- Ferðanefnd
Vegna covid er dagskráin gefin út með fyrirvara. Við munum hlíta ráðleggingum Landlæknis og sóttvarnayfirvalda, ferðir verða farnar eða hætt við, allt eftir því hvernig ástandið í veirumálum verður vikurnar á undan. Við munum gefa út nákvæmari lýsingu á hverri ferð þegar nær dregur.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Það hefur kólnað jafnt og þétt í Klúbbhúsinu í gegn um árin, en við höfum bætt það upp með gasofnum og hitablásurum. Í október var skellt í lás þegar ástandið í covid málum fór versnandi hérlendis. Var engin starfsemi í 4 mánuði. En þegar við ætluðum að opna aftur í janúar, þá búmms, gaf sig heitavatnslögn eða ofn eða eitthvað og sjóðandi heitt vatn flæddi um gólf og gufa þéttist í loftinu sem lak síðan niður með veggjunum, ofan á húsgögn, pappír, tímarit og bæklinga sem voru á efri hæðinni.
- Details
- Páll Guðjónsson
Þessi Hjólhestur markar ákveðin tímamót því þrjátíu ár eru frá því fyrsti Hjólhesturinn kom úr. Klúbburinn var orðinn tveggja ára þegar útgáfa Hjólhestsins hófst en hann var sprækur, því sum árin kom hann út fimm sinnum. Blöðin voru allt frá 68 bls.niður í að vera svo lítil að vera bara kölluð „laufblöð“.
Fleiri greinar...
Síða 5 af 63