Við hefjum pökkun um kl átta og það á ekki að taka nema klukkutíma. Margar hendur vinna létt verk. Síðan getur fólk, ef það hefur tíma og getu, tekið með sér bunka af umslögum og borið út í 1-2 póstnúmer. Hressandi göngu eða hjólatúr í 20 mínútur á dag kemur heilsunni í lag. Það er rúmur tími til að bera út, 2 vikur. Það hjálpar okkur til að halda félagsgjöldunum í lágmarki.
Ef einhver vill frekar munda sexkannt þá er viðgerðaaðstaðan opin á neðri hæðinni.
Linkur á viðburðinn: https://www.facebook.com/events/328875322547260
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Pökkunarkvöldi fyrir félagsskírteini og Hjólhestinn okkar
Þá er komið að okkar árlega pökkunarkvöldi fyrir félagsskírteini og Hjólhestinn okkar, brakandi ferskan úr prentun. Fimmtudaginn 17. mars á Brekkustíg 2, 101 Reykjavík. Athugið að við byrjum kl 19:00 á pizzuveislu, því er gott að sjá hversu margir koma, endilega merkið "going" á Facebook viðburðinum ef þið mætið í pizzu og gos.