Stjórn félagsins skal skipuð  5-7  félagsmönnum, formanni og 4 – 6 meðstjórnendum,  kjörnum á aðalfundi.  Einnig er heimilt að kjósa allt að 8 varamenn. Formaður skal kosinn í sér kosningu til eins árs í senn. Síðan skulu 2 – 3 meðstjórnendur kosnir til stjórnar árlega, til tveggja ára í senn. Stjórn skiptir með sér verkum og skal vera skipað í embætti varaformanns, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda.

Ennfremur er auglýst eftir tillögum að breytingum á samþykktum félagsins. Þær verða að berast stjórn ÍFHK amk. 14 dögum fyrir aðalfund.


Dagskrá aðalfundar:

    1. Kosning fundarstjóra.
    2. Skýrsla formanns.
    3. Lagðir fram endurskoðaðir og áritaðir reikningar.
    4. Tillögur um breytingar á samþykktum klúbbsins.
        a. Allar tillögur um breytingar á samþykktum kúbbsins verða að hafa borist stjórn amk. 14 dögum fyrir aðalfund.
        b. Þær verða svo kynntar félagsmönnum fyrir aðalfund í tölvupósti og hér fyrir neðan ef einhverjar berast.
    5. Kosning formanns.
    6. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga.
    7. Nefndir mannaðar.
    8. Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun.
    9. Önnur mál.

Núgildandi samþykktir ÍFHK má lesa hér: Samþykktir ÍFHK