Hittumst hjá Hótel Laxárbakka kl 11:00 á laugardag tilbúin í hjólaferð dagsins. Áæltum 4-5 tíma í túrinn. Þá er upplagt að tékka sig inn á hótelið, kíkja í heita pottinn með kaldan á kantinum. Svo hjálpumst við að við að undirbúa kvöldmat (gúllassúpa, kaka og kaffi) og svo verður kvöldvaka fram eftir kvöldi. Sagðar hreystisögur og metist á hver hafi hjólað í versta veðri hingað til.
Gist í uppábúnum rúmum. Næsta dag er hafragrautur (innifalinn) og svo er planið að hjóla um nágrennið, ca 10 km leið. Ef færð leyfir það ekki munum við fara í göngutúr. Áætlum að vera komin í bæinn um kl 14:00 á sunnudegi.
Kostnaður er 9 þúsund á mann, við bætist 1000 ef fólk þarf far fram og til baka. Innifalið er gisting á fallegu sveitahóteli (alveg við þjóðveg 1, svo við komumst alveg örugglega aftur heim þótt'ann snjói) kvöldmatur á laugardagskvöldi og hafragrautur á sunnudag. Þeir sem eru búnir að bóka gistingu greiða 3000 kr í sameiginlegan mat.
Greiða þarf í síðasta lagi á fimmtudag, 7 apríl inn á reikning Fjallahjólaklúbbsins 0515-26-600691 og kennitala 6006911399. Gott að kasta línu á umsjónaraðila
Þú þarft að taka með sundföt, nesti fyrir hjólatúrinn, snakk og drykkjarvörur. fyrir kvöldið. Föt til inniveru sem og inniskó. Veitingastaðurinn er lokaður vegna einkasamkvæmis.
Fólki er velkomið að koma og hjóla með okkur, það kostar ekki neitt.
- Ferðanefnd