Við munum fara út að borða bæði kvöldin. Tökum svo ferju seinnipartinn á sunnudegi yfir til Landeyja og fáum okkur hamborgara á leiðinni til höfuðborgarinnar.

Hjólaleiðin er að mestu á malbiki og því henta allar gerðir af reiðhjólum. Nokkrir verða á rafhjólum, en við munum halda hópinn og njóta samvista í eyjunni fögru þessa helgi.

Hver og einn sér um að bóka far fyrir sig og hjólið, einhver verður á bíl og getur tekið dótið yfir í ferjunni. Ef einhvern vantar far til Landeyja hafi samband við Hrönn (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) og við reynum að græja það. Gjald kr 5000 greiðist bílstjóra (far fram og til baka). Vinsamlega staðfestið þátttöku með email því við þurfum að panta borð.

Erfiðleikastig 4 af 10. Sumsé létt hjólaferð og hentar flestum sem geta hangið á hnakk í klukkutíma eða lengur.