- Details
- Vefstjóri
Kæra hjólafólk ! Fimmtudaginn 22. febrúar kl . 20 verður haldinn kynningarfundur í aðstöðu Reiðhjólabænda við Sævarhöfða 31. Þar er ætlunin að sýna meðlimum Fjallahjólaklúbbsins aðstöðuna.
- Details
- Birgir Birgisson
Samstarfshugvekja til hjólreiðafólks
Í langan tíma hefur ótrúlega mikið og gott starf verið unnið við skipulagningu og framkvæmd ýmissa viðburða á vegum Fjallahjólaklúbbsins. Margir hafa rétt klúbbnum hjálparhönd við ýmis tækifæri en mikið af innra starfi félagsins hefur þó hvíld á fáum herðum, stundum kannski of fáum. En sú staðreynd að það reynist sífellt erfiðara að fá fólk almennt til að taka virkan þátt í félagsstarfi er alls ekki bundin við Fjallahjólaklúbbinn.
Margt fólk sem skipuleggur alls kyns félagsstarf á ýmsum sviðum, hvort sem það eru fundir, námskeið eða annað, hefur að undanförnu rætt það sín á milli hversu mikla vinnu þarf að inna af hendi til að fá félagsfólk almennt upp úr sófanum og af stað til að njóta allra þeirra fjölmörgu viðburða sem í boði eru.
- Details
- Vefstjóri
Við ætlum að gera okkur glaðan dag fimmtudaginn 7 desember kl 20:00, drekka heitt súkkulaði, gæða okkur á kökum og kruðeríi.
Komdu fagnandi í Klúbbhúsið okkar Brekkustíg 2 og gleðstu með okkur á þessum síðustu metrum ársins 2023.
- Details
- Vefstjóri
Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins verður haldinn fimmtudaginn 11. janúar 2024 kl. 20 í klúbbhúsinu Brekkustíg 2.
- Details
- Vefstjóri
Félagsmönnum bíðst nú 5% afsláttur hjá Ofsa hjól vefverslun. Fyrir neðan er kynning á fyrirtækinu og nánari upplýsingar á ofsi.is
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Samkvæmt hefð förum við í hjólaferð um Eurovision helgina. Í ár ætlum við í Húsafell, gistum þar í bústað með heitum potti. Við höfum bústaðinn fram á mánudag, um að gera að taka langa helgi ef hægt er.
- Details
- Páll Guðjónsson
Fyrir ofan er stjórn Fjallahjólaklúbbsins eins og hún var kosin á síðasta aðalfundi. Fremstur til vinstri er Þórður formaður. Síðan Hrönn gjaldkeri sem gerir flest sem gera þarf svo sem að halda utan um félagatalið, opin hús, þriðjudagsferðir, dags- og helgarferðir. Tryggva þekkja allir sem koma í opnu húsin okkar sem snilldar bakara. Sjálfur er ég lengst til vinstri í aftari röðinni, ritari klúbbsins, ritstjóri Hjólhestsins og heimasíðunnar. Síðan koma Geir og Fjölnir sem líka sinna ýmsum hlutverkum. Fleiri koma að starfseminni s.s. í ferðanefnd og húsnefnd.
- Details
- Ferðanefnd
Fimmtudaginn 16. febrúar 2023 ætlum við að hafa kynningu á ferðum sumarsins. Hún verður haldin í húsnæði Fjallahjólaklúbbsins að Brekkustíg 2, 101 Reykjavík og hefst kl 20:00 og síðan verður opið hús til kl 22:00 Viðgerðaaðstaðan opin á neðri hæðinni.
Við ætlum að fara yfir ferðir sumarsins í máli og myndum. Dagskráin verður gefin út og fólk getur merkt við á dagatali sínu. Heitt á könnunni, bakkelsi að maula með. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Fleiri greinar...
Síða 2 af 63