
- Details
- Vefstjóri
Þá er komið að hinu árlega pökkunarkvöldi. Við munum hittast kl 19:00 fimmtudaginn 14. mars og byrja á því að fá okkur pizzu og gos. Svo pökkum við Hjólhestinum niður ásamt skírteinum þeirra sem eru búin að greiða félagsgjöldin. Margar hendur vinna létt verk. Pizzurnar eru í boði Fjallahjólaklúbbsins. Gott ef fólk merkir mætingu við þennan viðburð, svo við getum áætlað magn af pizzum.

- Details
- Birgir Birgisson
Samstarfshugvekja til hjólreiðafólks
Í langan tíma hefur ótrúlega mikið og gott starf verið unnið við skipulagningu og framkvæmd ýmissa viðburða á vegum Fjallahjólaklúbbsins. Margir hafa rétt klúbbnum hjálparhönd við ýmis tækifæri en mikið af innra starfi félagsins hefur þó hvíld á fáum herðum, stundum kannski of fáum. En sú staðreynd að það reynist sífellt erfiðara að fá fólk almennt til að taka virkan þátt í félagsstarfi er alls ekki bundin við Fjallahjólaklúbbinn.
Margt fólk sem skipuleggur alls kyns félagsstarf á ýmsum sviðum, hvort sem það eru fundir, námskeið eða annað, hefur að undanförnu rætt það sín á milli hversu mikla vinnu þarf að inna af hendi til að fá félagsfólk almennt upp úr sófanum og af stað til að njóta allra þeirra fjölmörgu viðburða sem í boði eru.

- Details
- Vefstjóri
Félagsmönnum bíðst nú 5% afsláttur hjá Ofsa hjól vefverslun. Fyrir neðan er kynning á fyrirtækinu og nánari upplýsingar á ofsi.is

- Details
- Páll Guðjónsson
Fyrir ofan er stjórn Fjallahjólaklúbbsins eins og hún var kosin á síðasta aðalfundi. Fremstur til vinstri er Þórður formaður. Síðan Hrönn gjaldkeri sem gerir flest sem gera þarf svo sem að halda utan um félagatalið, opin hús, þriðjudagsferðir, dags- og helgarferðir. Tryggva þekkja allir sem koma í opnu húsin okkar sem snilldar bakara. Sjálfur er ég lengst til vinstri í aftari röðinni, ritari klúbbsins, ritstjóri Hjólhestsins og heimasíðunnar. Síðan koma Geir og Fjölnir sem líka sinna ýmsum hlutverkum. Fleiri koma að starfseminni s.s. í ferðanefnd og húsnefnd.
Fleiri greinar...
Síða 2 af 64