Við erum þrír eigendur að Ofsa hjól, Benedikt Sigurleifsson, Guðmundur Ingi Sigurleifsson og Hörður Ragnarsson, en við eigum það sameiginlegt að hafa mikla ástríðu fyrir hjólreiðum.
Fyrirtækið var stofnað árið 2016 með það í huga að selja Orbea hjól sem koma frá Basque Country á Spáni sem er þekkt fyrir ríka hjólreiðamenningu.

Orbea varð fyrir valinu því okkur langaði einfaldlega mest að hjóla á Orbea hjólum, en Orbea var og er ennþá leiðandi í að bjóða upp á sérhönnuð hjól þar sem þú getur valið úr stóru úrvali lita og íhluta, sem okkur fannst spennandi. https://ofsi.is/pages/panta-serhonnud-hjol

Í dag leggur Orbea mikið upp úr því að hanna og framleiða hágæða hjól, en þeir eru leiðandi í mörgum flokkum, fulldempuðu rafmagnsfjallahjólin sem þeir framleiða Wild og Rise hafa til dæmis raðað inn verðlaunum, Wild hjólið var til að mynda valið sem rafmagnshjól ársins 2023 af nokkrum hjóla miðlum.

Fyrstu árin hjá Ofsa vorum við með árlega forpöntun þar sem að hægt var að panta hjól á hagstæðum verðum á haustin sem voru með afhendingu vorið eftir.

Þetta hefur svo þróast með árunum yfir í að við erum að selja hjól allt árið í kring og erum að fá mjög reglulegar sendingar.

Við erum fyrst og fremst netverslun, en höfum aðstöðu í Hafnarfirði þar sem við erum alltaf til í að mæla okkur mót við fólk til að máta hjól.

Flest hjólin sem við seljum eru seld beint af lager hjá Orbea, en við erum að vinna í því að byggja upp lager af rafmagnshjólum. Hefðbundin hjól sem eru pöntuð í gegnum okkur eru send með DHL express í flugi sem þýðir afhendingartími upp á sirka 5 daga, rafmagnshjólin eru send með skipi og tekur sirka 3 vikur.