Ekki verið er að tala um sameiningu félaganna, heldur fyrst og fremst lagt til að nýta þau tækifæri sem liggja í því að samnýta aðstöðu og viðburði hvors félags fyrir sig.
Reiðhjólabændur eru að taka upp félagaskrá og árgjald, sem verður samræmt við árgjald Fjallahjólaklúbbsins. Þannig er tryggt að þeir sem vilja nýta aðstöðuna og taka þátt í viðburðum félaganna hafa greitt sama árgjald fyrir.
Það hefur líka verið rætt innan stjórnar hvors félags fyrir sig að það geti verið jákvætt fyrir bæði félög ef vikulegar hjólaferðir á þriðjudögum hefjist á sama stað á sama tíma, svo fólk geti mætt og valið hvora ferðina það vill. Þannig tekst okkur vonandi að laða fleira fólk að og styrkja félögin okkar.
Komið endilega í heimsókn og sjáið hvað er í boði.