- Details
- Páll Guðjónsson
Samkvæmt venju kemur Hjólhesturinn, árlegt tímarit Fjallahjólaklúbbsins, út í mars og enn er opið fyrir aðsent efni. Efnið má vera tengt starfsemi klúbbsins eða bara hjólamenningu almennt, hvort sem það eru ferðalög á reiðhjólum eða reynslan af notkun reiðhjólsins í daglegu lífi og sem samgöngutæki. Við látum aðra um að fjalla um keppnissportið.
Endilega sendið póst á
- Details
- Vefstjóri
Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins verður haldinn fimmtudaginn 19. janúar 2023 kl. 20 í klúbbhúsinu Brekkustíg 2.
- Details
- Vefstjóri
Það er frábært að hjóla um Höfuðborgarsvæðið. Í tilefni af Samgönguviku 16. - 22. september tengjum við saman sveitarfélögin í þremur hjólalestum sem hjóla frá bæjarskrifstofunum í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Reykjavík og Mosfellsbæ.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Árnes er í 95 km fjarlægð frá Reykjavík. Þar er tjaldsvæði, sundlaug og þjóðvegasjoppa. Þar ætlum við að hjóla helgina 15-17 júlí. Nema þar verði arfavitlaust veður eða óguðleg rigning, þá förum við kannski til Hvammstanga. Alla vega. Takið helgina frá fyrir tjaldferðalag.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Framundan er 3ja daga hjólahelgi. Gist á tjaldsvæðinu á Hvammstanga eða hver og einn planar sína gistingu. Aksturstími á Hvammstanga er ca 2.5 klst, um 200 km.
- Details
- Vefstjóri
Fyrsta þriðjudagsferðin verður næstkomandi þriðjudag og samkvæmt hefð endar hún í Klúbbhúsinu okkar í Vesturbæ. Þar verður boðið upp á kaffi og kökur. Við hittumst við Landsbankann í Mjódd og leggjum af stað þaðan kl 19:30. Ferðirnar eru styttri og léttari til að byrja með og taka ca 1.5 tíma. Þegar líður á sumarið lengjast ferðirnar og má þá búast við að þær taki 2-3 tíma.
- Details
- Vefstjóri
Aðalfundur ÍFHK var haldinn 7. apríl 2022 eftir frestun vegna Covid takmarkana á samkomum. Gekk hann vel fyrir sig, reksturinn er með ágætum, fjöldi félagsmanna nokkuð stöðugur og hugur í fólki að vera með öfluga starfsemi á árinu.
- Details
- Vefstjóri
Fjallafjör býður félagsmönnum IFHK 10% afslátt í nýjan Rafhjólahóp. Félagsmenn nota afsláttarkóðann „IFHK-RAF“ til að fá 10% afslátt.
Fleiri greinar...
Síða 3 af 63