Dagur 1 – föstudagurinn 17 júní.
Hittumst á tjaldsvæðinu á Hvammstanga kl 10:30 og leggjum af stað akandi í austurátt nokkra kílómetra. Svo hjólum við 25 km friðsælan sveitahring suður að Kolugljúfri. Við munum grilla saman á tjaldsvæðinu, grænmetissalat og kartöflusalat er í boði klúbbsins, hver og einn tekur með það sem á að grilla. Upplagt að taka með Íslenska fánann og hafa á stýri eða bögglabera. Hjólað er á malbiki, að hluta til á þjóðvegi 1 og sveitavegirnir við Kolugljúfur gætu verið fjölfarnir. Erfiðleikastig 4 af 10.
Dagur 2 - laugardagur
Lagt af stað kl 11:00 að Borgarvirki. Þar munum við hjóla 26 km hring. Fara svo í sund og út að borða á Sjávarborg við höfnina um kvöldið. Erfiðleikastig 4 af 10.
Dagur 3 - sunnudagur
Tökum saman pjönkur og keyrum 10 km að Laugarbakka og hjólum 30-40 km hring þar áður en haldið er heim á leið. Erfiðleikastig 4 af 10.
Ferðirnar eru sumsé í léttari kanntinum og á allra færi sem á annað borð geta setið hnakk í klukkutíma í senn.
Hver og einn greiðir sinn útlagða kostnað, það kostar ekkert að taka þátt í þessari hjólaferð. Ef einhver þarf far fyrir sig og hjólið sitt frá Höfuðborginni, þá kostar það 6000 kr pr mann fram og til baka. Athugið að rafmagnshjól henta ekki á hvaða grind sem er, en venjuleg fjallahjól er auðvelt að ferja.
Ef þú vilt koma með, láttu umsjónaraðila vita, email
Við höfum stofnað viðburð á Facebook, þar má nálgast frekari upplýsingar þegar nær dregur: https://www.facebook.com/events/1264622147406624/