Föstudagur. Hittumst á tjaldsvæðinu seinnipartinn, þeir sem vilja geta fengið sér sundsprett, en laugin lokar kl 18:00 Þá ætlum við að fá okkur hamborgara í Árborg sem lokar kl 19:00 og eftir það græjum við okkur í stuttan hjólatúr um nær sveitina. Innan við 10 km. Erfiðleikastig 2 af 10.
Á laugardag förum við 16 km leið upp í Laxárdal. Hækkunin er á bilinu 3-400 metrar en okkar bíða verðlaun að leiðarlokum, Pizzuvagninn verður uppi í fjöllunum frá kl 17:00. Eftir pizzuát og hvíld er hjólað til baka á tjaldsvæðið. Erfiðleikastig 5 af 10.
Á sunnudag tökum við pjönkur okkar saman og keyrum 20 km í vesturátt að Ólafsvallakirkju. Þar hjólum við 15 km út frá henni. Erfiðleikastig 3 af 10.
Hjólaleiðirnar þessa helgi eru á góðum malarvegum og malbiki. Ferðin á laugardag gæti tekið í vegna stöðugrar hækkunar, en hún er ekki löng í kílómetrum og að sjálfsögðu förum við niður brekkur líka. Þeir sem koma á rafmagnshjólum þurfa að vera viðbúnir lengri pásum, sem er náttúrulega fínt ef það verður sól og blíða.
Þátttaka tilkynnist Hrönn, með email