Á síðasta ári var gerður nýr húsaleigu­samningur um áframhaldandi veru okkar á Brekkustíg 2. Síðasti samningur var frá 1999 svo eðlilega hækkaði leigan aðeins sem gerir það að verkum að á aðalfundinum var ákveðið að hækka félagsgjöldin lítillega í fyrsta skipti síðan 2017. Einstaklingsaðild verður 3.500 kr. og fjölskylduáskrift 4.750 kr. Einnig geta ungmenni undir 18 skráð sig fyrir 2.500 kr.

Að öðru leiti heldur starfsemin sínu striki. Opið hús verður áfram fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar kl. 20 á Brekku­stíg 2. Þriðjudagskvöldferðirnar halda áfram í sumar með breytilegum brottfararstöðum. Það verða helgarferðir, dagsferðir og ýmislegt skipulagt með stuttum fyrirvara þegar okkur dettur það í hug. Fylgist með okkur á Facebook til að missa ekki af og skráið ykkur á póstlistann á forsíðu heimasíðunnar því við sendum af og til póst á hann um það sem er á döfinni.

En þó margir í stjórn og nefndum hafi staðið í brúnni fjöldamörg ár er alltaf tekið vel á móti nýju fólki og gott að endurnýja í stjórn og nefndum. Sumir standa vaktina í einhver ár, taka frí en koma svo aftur, það er allur gangur á því. Endilega komið og takið virkan þátt í starfinu með okkur.

Hrönn teinar gjörð í viðgerðaraðstöðunni okkar

Hrönn teinar gjörð í viðgerðaraðstöðunni okkar

 

Páll Guðjónsson
© Birtist í Hjólhestinum mars 2023 sem
pistill ristjóra.