
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Þá er komið að okkar árlega pökkunarkvöldi fyrir félagsskírteini og Hjólhestinn okkar, brakandi ferskan úr prentun. Fimmtudaginn 17. mars á Brekkustíg 2, 101 Reykjavík. Athugið að við byrjum kl 19:00 á pizzuveislu, því er gott að sjá hversu margir koma, endilega merkið "going" á Facebook viðburðinum ef þið mætið í pizzu og gos.

- Details
- Páll Guðjónsson
Samkvæmt venju kemur Hjólhesturinn, árlegt tímarit Fjallahjólaklúbbsins, sem kemur út í mars og enn er opið fyrir aðsent efni. Efnið má vera tengt starfsemi klúbbsins eða bara hjólamenningu almennt, hvort sem það eru ferðalög á reiðhjólum eða reynslan af notkun reiðhjólsins í daglegu lífi og sem samgöngutæki. Við látum aðra um að fjalla um keppnissportið.
Endilega sendið póst á

- Details
- Vefstjóri
Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins sem auglýstur var haldinn 20. janúar 2022, frestast vegna samkomutakmarkana. Það verður opið hús í staðinn og við auglýsum nýja dagsetningu á aðalfundi þegar takmarkanir breytast, vonandi um miðjan febrúar..
Jafnframt er auglýst eftir framboðum til stjórnar klúbbsins. Þeir sem hyggja á framboð, sendi tilkynningu í netfangið

- Details
- Vefstjóri
Við ætlum að storma til Vestmannaeyja. Þeir geta ekki stoppað okkur öll!
Formleg hjólaferð hefst á laugardaginn 14 ágúst kl 11:00 (þeir sem komast ekki á föstudag geta tekið daginn snemma og náð ferju í tíma) og við munum hjóla upp á Stórhöfða, út í dal, inn í bæ, upp á fjall og kannski kíkja inn í safn. Flestir gista á tjaldsvæðinu, enda mjög góð inniaðstaða þar.
Fleiri greinar...
Síða 4 af 64