Það verður sameiginleg máltíð á laugardagskvöldið. Fólk þarf að hafa með sér nesti til tveggja daga, Vatn fyrir daginn, drykkjarföng að eigin vali um kvöldið (enginn bar á svæðinu), rúmföt (lak, sængur og koddaver), tannbursta og sundföt. Fylgdarbíll tekur farangur og aðrar pjönkur, möguleiki á að fá aðstoð upp Hengilinn ef brekkurnar taka um of í.
Það er sjónvarp í bústaðnum og hægt að fylgjast með Eurovision keppninni sem er á laugardagskvöldið. Áfram Daði og Gagnamagnið.
Næsta dag er lagt af stað um hádegisbil og hjóluð sama leið til baka. Það er gistirými fyrir 8 manns, svo það þarf að bóka sig fyrirfram í ferðina. Sendið email á
Vinsamlega takið fram ef ferðalangur er á grænmetisfæði. Fararstjóri er Hrönn Harðardóttir, gsm: 823-9780
Erfiðleikastig 6 af 10. Áætlaðar dagleiðir 5-7 klst í austurátt, 4-6 í vestur.
Fólk er á eigin ábyrgð í ferðum Fjallahjólaklúbbsins.
Mynd: Geir Harðarson