
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Lagt af stað laugardaginn 13 maí kl 11:00 frá Olís Bensínstöðinni við Norðlingaholt. Hjólað eftir Suðurlandsvegi, beygt inn á veg nr. 431, Hafravatnsveg. Þaðan farin Nesjavallaleið upp með Henglinum, niður að Þingvallavatni og áfram til Úlfljótsvatns, þar sem gist verður í góðum bústað með heitum potti. Leiðin er 50 km, að mestu á malbiki. Allar tegundir af reiðhjólum henta, nema racer. Sjónvarp á staðnum og þeir sem vilja geta fylgst með Eurovison.

- Details
- Brandur Jón Guðjónsson
Hratt, bratt? Létt, slétt? Puð, stuð? Hjólaferðir Íslandsvina 2017
Árlega býður Ferðaskrifstofan Íslandasvinir upp á hjólreiðaferðir um erlendar grundir og í ár er úrvalið sérlega fjölbreytt og glæsilegt bæði hvað varðar þær slóðir sem farið er um og ekki síður breidd þess hóps sem þær eru hugsaðar fyrir.

- Details
- Páll Guðjónsson
Ert þú einn þeirra sem hefur dreymt um að ferðast á hjóli? Fjallahjólaklúbburinn býður til kvöldhittings fimmtudaginn 4. maí í létt spjall um hjólaferðir, búnað og undirbúning ferða. Við munum deila okkar reynslu af hjólaferðum hér á landi sem og erlendis. Fyrst og fremst er miðað við að spjalla um ferðir þar sem ferðast með allan farangur með á hjólinu og gist í tjaldi.

- Details
- Páll Guðjónsson
Við viljum minna á félagsgjöldin 2017 sem ættu að vera komin í heimabankann hjá öllum. Á næstu dögum kemur líka heim nýjasti Hjólhesturinn uppfullur af fróðleik og skemmtilegheitum ásamt greiðsluseðli til að minna á félagsgjöldin. Athugið að félagsskírteini er með í umslaginu hjá þeim sem greiddu fyrir 23 mars.
Fleiri greinar...
Síða 12 af 64