- Details
- Hrönn Harðardóttir
Lagt af stað laugardaginn 13 maí kl 11:00 frá Olís Bensínstöðinni við Norðlingaholt. Hjólað eftir Suðurlandsvegi, beygt inn á veg nr. 431, Hafravatnsveg. Þaðan farin Nesjavallaleið upp með Henglinum, niður að Þingvallavatni og áfram til Úlfljótsvatns, þar sem gist verður í góðum bústað með heitum potti. Leiðin er 50 km, að mestu á malbiki. Allar tegundir af reiðhjólum henta, nema racer. Sjónvarp á staðnum og þeir sem vilja geta fylgst með Eurovison.
- Details
- Brandur Jón Guðjónsson
Hratt, bratt? Létt, slétt? Puð, stuð? Hjólaferðir Íslandsvina 2017
Árlega býður Ferðaskrifstofan Íslandasvinir upp á hjólreiðaferðir um erlendar grundir og í ár er úrvalið sérlega fjölbreytt og glæsilegt bæði hvað varðar þær slóðir sem farið er um og ekki síður breidd þess hóps sem þær eru hugsaðar fyrir.
- Details
- Páll Guðjónsson
Þriðjudagskvöldferðir Fjallahjólaklúbbsins halda áfram í sumar eins og hefð er fyrir. Brottför er kl 19:30 frá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, aðalinngangi.
- Details
- Páll Guðjónsson
Ert þú einn þeirra sem hefur dreymt um að ferðast á hjóli? Fjallahjólaklúbburinn býður til kvöldhittings fimmtudaginn 4. maí í létt spjall um hjólaferðir, búnað og undirbúning ferða. Við munum deila okkar reynslu af hjólaferðum hér á landi sem og erlendis. Fyrst og fremst er miðað við að spjalla um ferðir þar sem ferðast með allan farangur með á hjólinu og gist í tjaldi.
- Details
- Árni Davíðsson, stjórnarmaður í LHM
Núna í vetur standa Landssamtök hjólreiðamanna fyrir verkefni þar sem sjálfboðaliðar telja reiðhjól við grunnskóla og framhaldsskóla landsins. Af því tilefni óska samtökin eftir þátttöku almennings í verkefninu.
- Details
- Páll Guðjónsson
Við viljum minna á félagsgjöldin 2017 sem ættu að vera komin í heimabankann hjá öllum. Á næstu dögum kemur líka heim nýjasti Hjólhesturinn uppfullur af fróðleik og skemmtilegheitum ásamt greiðsluseðli til að minna á félagsgjöldin. Athugið að félagsskírteini er með í umslaginu hjá þeim sem greiddu fyrir 23 mars.
- Details
- Páll Guðjónsson
Venju samkvæmt hefst vinna við fréttabréfið okkar Hjólhestinn núna í upphafi árs og auglýsum við hér með eftir efni. Það er laust pláss fyrir ýmisskonar pistla, ferðasögur, reynslusögur úr starfi klúbbsins og allskonar. Við látum samt aðra um að fjalla um keppnissportið.
- Details
- Páll Guðjónsson
Fimmtudaginn 15 desember ætlum við að halda aðventuhátíð. Hittumst kl 19:00 við Fjölskyldu og Húsdýragarðinn og hjólum vestur í bæ í Klúbbhúsið okkar. Þar munum við kveikja á kertum og gæða okkur á heitu súkkulaði og öðru munngæti. Við áætlum að lenda á Brekkustíg 2 kl 20:00 og þeir sem sjá sér ekki fært að taka þátt í (h)jóla-lestinni geta hitt okkur þar.
Eftir aðventuhátíðina fær húsnefndin jólafrí og opnum aftur á nýju ári.
Fleiri greinar...
Síða 12 af 63