
- Details
- Árni Davíðsson
Landssamtök hjólreiðamanna hafa vakið athygli Fjármálaráðuneytisins á því að tollnúmer virðast ekki greina nægilega vel á milli mismunandi tegunda vistvænna farartækja. Óskað var eftir því að tollnúmer verði lagfærð, þannig að þau greini með skýrum hætti á milli mismunandi farartækja eins og reiðhjóla, rafreiðhjóla með fótstigum, rafknúinna bifhjóla, rafknúinna hlaupahjóla og rafknúinna hlaupabretta.

- Details
- Árni Davíðsson
Um áramótin voru felldir niður tollar á varahlutum fyrir reiðhjól. Sömuleiðis féllu niður tollar á fatnaði og skóm, þar á meðal sérstökum fatnaði og skóm fyrir reiðhjólamenn. Tollar á varahlutum í reiðhjól hefðu þó ekki fallið niður núna um áramótin nema vegna þess að fulltrúi í nafni Landssamtaka hjólreiðamanna, Arnaldur Gylfason félagi í Fjallahjólaklúbbnum fór á fund í fjármálaráðuneytinu haustið 2014 og óskaði eftir niðurfellingu tolla á varahlutum. Hann fékk góðar viðtökur í ráðuneytinu.

- Details
- Árni Davíðsson
Reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla hefur verið í vinnslu undanfarið ár og voru drög að endurskoðaðri reglugerð til umsagnar hjá Innanríkisráðuneytinu í ágúst s.l. Markmið yfirvalda var að uppfæra reglugerðina og var meðal annars höfð hliðsjón af reglugerðum nágrannalandanna. Landssamtök hjólreiðamanna gerðu athugasemdir við drögin á fyrri stigum og einnig á umsagnarstigi og viljum við meina að margt hafi verið fært til betri vegar. Reglugerðin hefur ekki verið gefin út í endanlegri mynd en síðustu drög eru vel viðunandi fyrir okkur sem hjólum.

- Details
- Stjórnin
Kæri félagsmaður. Við ætlum að prófa nýtt fyrirkomulag til hagræðingar. Biðja ykkur um að leggja félagsgjaldið beint inn á reikninginn okkar. 2500 krónur fyrir félagsmann, þeir sem eru með fjölskylduáskrift greiða 3500 krónur og unglingar 17 ára og yngri 1500 krónur. Reikningur 0515-26-600691 og kennitala 600691-1399. Óþarfi að senda okkur tilkynningu, við sjáum á yfirlitinu hver greiddi. 15 mars munum við stofna kröfur á þá sem hafa ekki lagt inn og þær má greiða í netbönkum eða hjá gjaldkera.
Fleiri greinar...
Síða 14 af 64