
- Details
- Arnaldur Gylfason
Arnaldur Gylfason og Lárus Árni Hermannsson úr Enduro Ísland munu kynna hvað Enduro Ísland stendur fyrir fimmtudaginn 3. mars. kl 20.
Fjallað verður um og sýnt frá atburðum síðastliðinna tveggja ára og kynnt hverju stefnt er að 2016.
Allir hjólarar sem hafa áhuga á að hjóla niður fjöll eru hvattir til að mæta.

- Details
- Páll Guðjónsson
Venju samkvæmt hefst vinna við fréttabréfið okkar Hjólhestinn í upphafi árs og auglýsum við hér með eftir efni. Það er laust pláss fyrir ýmisskonar pistla, ferðasögur, reynslusögur úr starfi klúbbsins og allskonar. Við látum samt aðra um að fjalla um keppnissportið. Þetta verður 25. árgangur.

- Details
- Ferðanefnd
Það verður kynning á ferðum sumarsins í klúbbhúsinu í kvöld, 18 febrúar að Brekkustíg 2, 101 Reykjavík. Fjölbreytt úrval ferða og erfiðleikastigið allt frá auðveldu yfir í grjóthart. Allir ættu að finna ferð við hæfi, hvort sem þeir eru byrjendur eða lengra komnir.
Kaffi og kruðerí í boði, en viðgerðaaðstaðan verður lokuð þetta kvöld, það verður sýning á ferðahjólum á neðri hæðinni.
- Details
- Páll Guðjónsson
Helgarferð um hávetur. Nagladekk gætu verið nauðsynleg og taka þarf með skjólgóðan fatnað, ljós og endurskin. Frá föstudegi til sunnudags. Léttar dagsferðir á laugardag og sunnudag, 20-30 km. Sameiginleg kvöldmáltíð á laugardag og morgunverður tvo daga. Gist í góðum bústað með heitum potti. Erfiðleikastig 5 af 10. Verð 7.000 krónur. Sameinumst í bíla og farþegi greiðir bílstjóra 2000 krónur fyrir sig og reiðhjól sitt.
Fleiri greinar...
Síða 15 af 64