Aðalfundur ÍFHK verður haldinn 29. okt. kl. 20 að Brekkustíg 2.
Hér með er jafnframt auglýst eftir framboðum til stjórnar klúbbsins. Þeir sem hyggja á framboð, sendi tilkynningu í netfangið
- Details
- Árni Davíðsson
Við ætlum að vera með örnámskeið í að setja nagladekkin undir á opnu húsi næsta fimmtudagskvöld.
Sýnt verður hvernig á að taka hjól undan, skipta um dekk og setja það aftur undir og fullvissa sig um að allt sé í lagi.
- Details
- Stjórn ÍFHK
- Details
- Ferðanefnd
Helgina 25-27 september munum við hjóla um sveitir Vesturlands.
Fyrri daginn munum við hjóla 30 km, hjólum frá Klapparholti yfir Hvítá, auðveldan hring í sveitinni og förum niður að Hvanneyri og tökum púlsinn þar. Sameiginleg máltíð um kvöldið. Gist er í góðum bústað með heitum potti, þar sem ljúft verður að láta ferðaþreytuna líða úr sér í góðra vina hópi. Bústaðurinn er 9 km norður af Borgarnesi. Hjólaferð dagsins er að mestu á jafnsléttu og malbiki.
- Details
- Sesselja Traustadóttir
Ráðstefnan Hjólum til framtíðar 2015 er með undirskriftina Veljum, blöndum & njótum! þetta árið og verður haldin í Smárabíó í Smáralind, föstudaginn 18. september 2015 kl. 9 – 16
- Details
- Geir Harðarson
Þriðjudaginn 25. ágúst förum við í síðustu þriðjudagskvöldferðina í sumar. Við hjólum frá Húsdýragarðinum kl 19:30 í Klúbbhúsið að Brekkustíg 2 í lokahófið. Kaffi og kaka verður í boði ásamt því að veitt verða verðlaun fyrir bestu mætinguna í þriðjudagsferðirnar í sumar og farandsbikarinn skiptir um hendur. Mætum öll hress og kát í síðustu og jafnframt styðstu ferðina í sumar. Það eru allir velkomnir að mæta og taka þátt í gleðinni með okkur.
- Details
- Árni Davíðsson
Kæru félagar, líkt og undanfarin ár hefur Reykjavíkurmaraþon farið þess á leit við okkur að aðstoða við framkvæmd hlaupsins þann 22. ágúst næstkomandi. Áhugasamir klúbbfélagar óskast til að hjóla á undan og eftir hlaupurum í öllum vegalengdum hlaupsins. Allir ættu að geta fundið vegalengd / hraða eftir áhuga og getu hvers og eins.
- Details
- Ferðanefnd
Við ætlum að hittast í Klúbbhúsinu að Brekkustíg 2, fimmtudaginn 13 ágúst kl 20:00 og skipuleggja helgarferð til Vestmannaeyja 14-16 ágúst. Fólk er raunar á eigin vegum en um að gera að sameinast í bíla eins og hægt er. Sumir gista i tjaldi, aðrir á gistiheimilum eða hótelum.
- Details
- Ferðanefnd
Fleiri greinar...
Síða 16 af 63