- Details
- Bjarney Gunnarsdóttir
Hjólreiðahópur Almenningsíþróttadeildar Víkings var stofnaður vorið 2013. Síðan í haust hefur hann haldið úti æfingum í öllu veðri, með- og mótvindi, sólskini, snjó og hálku. Hópurinn hittist ávallt á fimmtudögum kl. 18:00 við Víkingsheimilið. Æfingar eru fjölbreyttar og misjafnt er hvort hjólaður er hringur um bæinn eða gerðar hjólaþrekæfingar s.s. brekkuhjólreiðar eða hjólasprettir. Að auki er aðstaða til styrktarþjálfunar í Víkingsheimilinu og nýtti hópurinn sér það í vetur þegar veður var sem verst. Æfingarnar eru einstaklingsmiðaðar þannig að hver og einn tekur þátt á sínum forsendum. Engin krafa er gerð um aldur eða útlit hjóls og því geta allir áhugasamir hjólarar verið með. Það eina sem þarf er áhugi á hjólreiðum.
- Details
- Vefstjóri
Við viljum hvetja fólk að borga sem fyrst því þá getum við sent nýtt félagskírteini með Hjólhestinum og sparað klúbbnum auka póstburðargjöld. Glænýr Hjólhestur er kominn úr prentsmiðjunni, óvenju stór og pattaralegur enda stútfullur af efni. Endilega reynið að ganga frá greiðslu fyrir helgi svo þið verðið með í fyrstu dreifingu.
- Details
- Vefstjóri
Vinna við fréttabréfið okkar Hjólhestinn er komin á fullt og auglýsum við nú eftir efni. Það er laust pláss fyrir ferðasögur, reynslusögur og ýmisskonar pistla.
Það væri t.d. gaman að heyra frá einhverjum sem byrjaði nýlega að nota hjólið sem samgöngutæki og heyra hvað dreif viðkomandi af stað og hver reynslan hefur verið. Það má líka fjalla um ferð með klúbbnum eða aðrar skemmtielgar hjólaferðir.
- Details
- Vefstjóri
Íslenski fjallahjólaklúbburinn er kominn í jólafrí. Þar af leiðandi verður ekki opið hús næstu tvö fimmtudagskvöld, 26. og 2. janúar. Opið hús næst 9. janúar.
Stjórnin óskar félagsmönnum gleðilegra jóla og sendir jafnframt sólstöðukveðju.
- Details
- Arnaldur Gylfason
Næsta fimmtudagskvöld 5. desember er okkar árlega aðventukvöld.
Hrönn verður á vöfflujárninu og býður upp á gómsætar vöfflur.
Með þeim má gæða sér á gæðakaffi frá kaffifasistanum sem verður á kaffivélinni.
Komið og njótið góðrar stemmningar með okkur.
Fjallahjólaklúbburinn
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Opið hús fimmtudaginn 28.11.2013, viðgerðaaðstaðan opin, heitt á könnunni á efri hæðinni. Kl 20:30 hefst myndasýning. Sýndar verða myndir og hreyfimyndir frá þriðjudagskvöldferðunum og helgarferð í Skorradal.
- Details
- Stjórn ÍFHK
Aðalfundur ÍFHK verður haldinn 31. okt. kl. 20 að Brekkustíg 2.
Hér með er jafnframt auglýst eftir framboðum til stjórnar klúbbsins. Þeir sem hyggja á framboð, sendi tilkynningu í netfangið
9. grein: Stjórn félagsins skal kjörin á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnina skipa 5 menn: Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Einnig skal kjósa endurskoðanda og formenn nefnda.
Ennfremur er auglýst eftir tillögum að lagabreytingum.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Helgina 21.-22.september næstkomandi er fyrirhuguð haustlitareiðhjólaferð Fjallahjólaklúbbsins í Þórsmörk. Áætlað er að hjóla frá Seljalandsfossi inn í Goðaland að Básum, skála Útivistar og til baka. Gist verður eina nótt í skálanum í Básum.
Nánari ferðalýsing: Fyrirhugað er að sameinast í einkabíla við bensínstöð Olís, Norðlingabraut kl 9:00 laugardagsmorgun þann 21. september. Reiðhjól og farangur verður fluttur á kerru með fylgdarbíl. Ekið verður sem leið liggur austur fyrir fjall, yfir Markarfljótsbrú gegnt Seljalandsmúla að Seljalandsfossi þar sem bílar verða skildir eftir. Hjólað verður eftir grýttum slóða um það bil 150 m hækkun inn að Básum með viðkomu í Stakkholtsgjá. Fara þarf yfir nokkrar ár og læki á leiðinni og kemur fylgdarbílstjóri til með að aðstoða við að fara yfir ár ef þess gerist þörf. Leiðin inn að Básum er um 30 km löng. Stoppað verður við Stakkholtsgjá og þeir sem hafa áhuga á að ganga inn 1-2 km langa gjána gefinn kostur á því. Gönguleiðin er mögnuð inn 100 m djúpt gil eftir árfarvegi og tekur um það bil eina klukkustund að ganga fram og til baka.
Fleiri greinar...
Síða 19 af 63