- Details
- Húsnefnd
Fimmtudaginn 18. apríl verður annað viðgerðarnámskeið þessa vors. Farið verður yfir gíra og notkun þeirra, gírhlutföll útskýrð og farið yfir stillingu gíranna. Ef tími vinnst til verður farið í legur. Hvenær á að opna þær, hreinsun og samansetning.
Heitt á könnunni og meðlæti á staðnum. Gott tækifæri fyrir þá sem vilja geta gert sinnt viðhaldi að einhverju leyti sjálfir.
Klúbbhúsið Brekkustíg 2 opnar kl. 20.
- Details
- Inga Rut Jónsdóttir
Ágæti viðtakandi! Fyrir neðan er slóð á spurningalista sem er hluti af BS lokaverkefni mínu við Háskóla Íslands. Markmið þessarar rannsóknar er að leggja mat á ímynd reiðhjólavörumerkja. Rannsóknin skiptist í tvo hluta. Vinsamlegast lesið vel leiðbeiningar sem fylgja hvorum hluta. Farið verður með öll gögn sem trúnaðarmál og ekki er hægt að rekja svör til þátttakenda.
Könnunin tekur einungis örfáar mínútur. Ímynd reiðhjólavörumerkja
Með fyrirfram þökk fyrir þátttökuna.
Inga Rut Jónsdóttir
- Details
- Páll Guðjónsson
Michael Tran ætlar að heimsækja okkur í klúbbhúsið á fimmtudagskvöld og kynna fyrir okkur verkefni sitt þar sem fjallað er sjónrænt um hjólaferð hans frá París til München 2005. Hann er á þriðja ári í grafískri hönnun við Listaháskólann.
Hann mun fjalla um ferðina þar sem hann hjólaði meðal annars upp up Alpe-d'Huez og Col du Galibier og síðan velta upp spurningunni um hvernig hægt er að miðla þeirri upplifun og hjólaferðum almennt til vina og fjölskyldu. Hvaða myndform hentar best? Hvernig miðlar maður ferðalaginu? Hvernig miðlar þú þeim tilfinningum og hugsunum sem renna huga þinn á ferðalaginu?
Verkefnið verður síðan sýnt í Listasafni Reykjavíkur seint í apríl í sinni endanlegu mynd og gætu viðbrögð okkar haft áhrif á endanlegu útgáfuna. Þessi dagskrá fer fram á ensku.

- Details
- Húsnefnd
Frá Alicante til Santiago de Compostela.
Að láta draumana rætast.
Síðastliðið haust hjólaði félagi Ingibergur eina af mörgum pílagrímaleiðum til hinnar heilögu borgar Santiago de Compostela. Leiðin sem farin var er 1350 km löng og gengur meðal annars undir nafninu Camino de Levante.
Fimmtudaginn 21 mars sýnir Ingibergur myndir úr ferðinni í klúbbhúsinu okkar að Brekkustíg 2. Hér er tilvalið tækifæri til að fræðast og fá hugmyndir að næsta sumarfríi hvort sem farið er á reiðhjóli eða fótgangandi. Húsið opnar kl. 20.

- Details
- Páll Guðjónsson
Félagsgjöldin eru komin í heimabanka flestra og sumir búnir að borga. Þau eru óbreytt frá því löngu fyrir hrun, aðeins 2000 kr eða 3000 kr fyrir alla á heimilinu.
Við viljum hvetja fólk að borga sem fyrst því þá getum við sent nýtt félagskírteini með Hjólhestinum og sparað klúbbnum auka póstburðargjöld. Glænýr Hjólhestur bíður í prentsmiðjunni, óvenju stór og pattaralegur enda stútfullur af efni.

- Details
- Páll Guðjónsson
Venju samkvæmt hefst vinna við fréttabréfið okkar Hjólhestinn núna eftir hátíðarnar og auglýsum við nú eftir efni. Það er laust pláss fyrir ferðasögur, reynslusögur og ýmisskonar pistla.
Það væri t.d. gaman að heyra frá einhverjum sem byrjaði nýlega að nota hjólið sem samgöngutæki og heyra hvað dreif viðkomandi af stað og hver reynslan hefur verið. Það má líka fjalla um ferð með klúbbnum eða aðrar skemmtielgar hjólaferðir.
Fleiri greinar...
Síða 23 af 64