- Details
- Húsnefnd
Frá Alicante til Santiago de Compostela.
Að láta draumana rætast.
Síðastliðið haust hjólaði félagi Ingibergur eina af mörgum pílagrímaleiðum til hinnar heilögu borgar Santiago de Compostela. Leiðin sem farin var er 1350 km löng og gengur meðal annars undir nafninu Camino de Levante.
Fimmtudaginn 21 mars sýnir Ingibergur myndir úr ferðinni í klúbbhúsinu okkar að Brekkustíg 2. Hér er tilvalið tækifæri til að fræðast og fá hugmyndir að næsta sumarfríi hvort sem farið er á reiðhjóli eða fótgangandi. Húsið opnar kl. 20.
- Details
- Páll Guðjónsson
Félagsgjöldin eru komin í heimabanka flestra og sumir búnir að borga. Þau eru óbreytt frá því löngu fyrir hrun, aðeins 2000 kr eða 3000 kr fyrir alla á heimilinu.
Við viljum hvetja fólk að borga sem fyrst því þá getum við sent nýtt félagskírteini með Hjólhestinum og sparað klúbbnum auka póstburðargjöld. Glænýr Hjólhestur bíður í prentsmiðjunni, óvenju stór og pattaralegur enda stútfullur af efni.
- Details
- Húsnefnd
Kaffikarlinn verður á staðnum og reiðir fram bolla til kaffiþyrstra. Þema þessa kaffihúsakvölds verður All Mountain hjólreiðar. Kaffikarlinn er mjög hrifinn af þeirri gerð hjólreiða og mun hafa stutta kynningu og ræða við gesti og gangandi um þær. Kaffikarlinn
- Details
- Páll Guðjónsson
Kristý á afmæli og ætlar að vera með kjötsúpu næsta fimmtudagskvöld í klúbbhúsinu.
- Details
- Páll Guðjónsson
Venju samkvæmt hefst vinna við fréttabréfið okkar Hjólhestinn núna eftir hátíðarnar og auglýsum við nú eftir efni. Það er laust pláss fyrir ferðasögur, reynslusögur og ýmisskonar pistla.
Það væri t.d. gaman að heyra frá einhverjum sem byrjaði nýlega að nota hjólið sem samgöngutæki og heyra hvað dreif viðkomandi af stað og hver reynslan hefur verið. Það má líka fjalla um ferð með klúbbnum eða aðrar skemmtielgar hjólaferðir.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Bjartur og 3SH ætla að taka höndum saman og halda samhjól á
gamlársdagsmorgun. Hjóluð verður skemmtileg leið sem hentar öllum og
eftir túrinn verður þátttakenndum boðið í heitu pottana í Sundhöll
Hafnarfjarðar.
Lagt verður stundvíslega af stað kl. 09:30 frá Sundhöll Hafnarfjarðar.
Hjólað verður í ca. einn og hálfan klukkutíma, á hraða sem hentar öllum
og verður hópnum reglulega safnað saman.
- Details
- Húsnefnd
Aðventukvöld verður haldið fimmtudaginn 13. desember. Kaffimeistarinn verður á staðnum ásamt vöfflumeistaranum. Eigum saman notarlega kvöldstund. Viðgerðaraðstaðan opin. Klúbbhúsið Brekkustíg 2 opnar kl. 20.
- Details
- Arnaldur Gylfason
Næsta fimmtudagskvöld er kaffihúsakvöld og verður að vanda boðið upp á gott kaffi. Einhverjar sérstaklega góðar baunir verða valdar í þetta sinn.
Í haust var hugmyndasamkeppni um skipulag Öskjuhlíðar. Undirritaður sendi ásamt félögum inn tillögur að hjólasvæði í Öskjuhlíð. Var tillagan valin í hóp tíu tillagna sem verðlaun hlutu. Ég ætla að kynna tillögurnar á fimmtudaginn og spjalla um Öskjuhlíð og hjólasvæði. Sjáum svo hvert spjallið leiðir okkur. Klúbbhúsið Brekkustíg 2 opnar kl. 20.
Arnaldur
Fleiri greinar...
Síða 23 af 63