- Details
- Húsnefnd
Það verður kompukvöld síðasta fimmtudag nóvembermánaðar og það hefur frést að nokkrir þungavigtarmenn úr bransanum komi vel klyfjaðir svo að nú er eins gott að mæta og gera kaup ársins í hjóladóti.
Klúbbhúsið Brekkustíg 2 opnar kl. 20.
- Details
- Húsnefnd Fjallahjólaklúbbsins.
Ágætu félagar. Fimmtudaginn 22. nóvember verður opið hús hjá
Fjallahjólaklúbbnum og gestir kvöldsins eru stofnendur nýjustu
hjólabúðarinnar í bænum, Reiðhjólaverslunarinnar Berlín, sem hóf göngu
sína í júlí sl. Hún sérhæfir sig í klassískum hjólum og fatnaði, allt
frá sokkum upp í vetrarfrakka, sérstaklega ætlað fyrir borgarhjólreiðar.
Klúbbhúsið Brekkustíg 2 opnar kl. 20.
Viðgerðaraðstaðan verður sem endranær opin á neðri hæðinni. Verið velkomin. Þökk fyrir og sjáumst
- Details
- Húsnefnd Fjallahjólaklúbbsins.
Næsta fimmtudagskvöld (15. nóv) er þemað vetrarhjólreiðar. Farið verður lauslega yfir ýmislegt tengt vetrarhjólreiðum. Þetta verður óformlegt en kjörið tækifæri til að spyrja um búnað og fleira tengt vetrarhjólreiðum.
Eitt af því sem þarf til hjólreiða í skammdeginu er góður ljósabúnaður. Albert Jakobsson úr HFR kemur með nokkur ljós frá Light and Motion til að sýna okkur.
Kaffihúsakaffi verður í boði.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Slökkvitæki ehf ætlar að veita meðlimum ÍFHK 15% afslátt af vinnu (t.d. við endurhleðslu slökkvitækja o.þ.h.). Þeir selja slökkvitæki, reykskynjara, eldvarnarteppi ofl ofl tengt því að verja gegn eldsvoða. Slökkvitæki ehf, Helluhrauni 10, 220 Hafnafirði opið 10 til 17 virka daga. www.eldklar.is
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Myndakvöld 8 nóvember í klúbbhúsinu að Brekkustíg 2. Sýndar verða myndir og myndskeið frá starfsemi Fjallahjólaklúbbsins. Þriðjudagsferðirnar, Viðeyjarferðin, svipmyndir frá opnu húsi á fimmtudögum, viðgerðanámskeið, vorhátíðin o.fl o.fl. Myndirnar verða sýndar kl 20:15 og svo verða myndböndin sýnd eftir kaffihlé um kl 21. Garðar og Örlygur hella upp á kaffi og baka vöfflur.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Couch Fest Films og Fjallahjólaklúbburinn býður unnendum kvikmynda að koma og njóta þess að horfa á nokkrar stuttmyndir í hlýlegu og heimilislegu umhverfi að Brekkustíg 2, 101 Reykjavík. Laugardaginn 10 nóvember 2012. Sýningin hefst kl 14:00 og stendur í klukkutíma. Þó er rétt að taka fram að myndirnar sem verða sýndar í klúbbhúsinu eru tilraunakenndar og ekki við hæfi barna eða viðkvæms fólks. Hér má sjá þær myndir sem verða sýndar í klúbbhúsinu: http://www.couchfestfilms.com/films-2012-rvk1.html Aðgangur ókeypis og allir vekomnir á meðan húsrúm leyfir. Og hér má sjá dagskrána í Reykjavík, sýnt verður á nokkrum stöðum í Reykjavík þennan dag og fólk hefur tíma til að labba / hjóla á milli þeirra. http://www.couchfestfilms.com/RVK2012.html
- Details
- Ferðanefnd
Hvað er betra í upphafi aðventu en gíra sig niður í smá kósíheit og jólastemmingu með félögum úr Fjallahjólaklúbbnum. Farið verður í bústað við Úlfljótsvatn föstudaginn 30.11.2012, borðaðar piparkökur, drukkið kakó, farið í heita pottinn eða gert hvaðeina sem fólk langar til. Frjáls dagskrá á föstudegi. Þar eð veður geta verið válynd á þessum árstíma verður laugardagurinn ekki skipulagður fyrirfram, nema það verður hjólað eitthvert. Hvort það verði eitthvað út fyrir heimreiðina kemur í ljós, ef hann brestur á með sól og blíðu verður hjólað í kring um Þingvallavatn, 65 km leið. Annars niður með Úlfljótsvatni, gegn um Þrastarskóg, upp með Soginu og aftur að bústöðunum, 30 km. Eða bara keppni, hver gerir flottasta snjóengilinn.
- Details
- Stjórn ÍFHK
Aðalfundur ÍFHK verður haldinn 18. okt. kl. 20 að Brekkustíg 2.
Hér með er jafnframt auglýst eftir framboðum til stjórnar klúbbsins. Þeir sem hyggja á framboð, sendi tilkynningu í netfangið
9. grein: Stjórn félagsins skal kjörin á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnina skipa 5 menn: Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Einnig skal kjósa endurskoðanda og formenn nefnda.
Ennfremur er auglýst eftir tillögum að lagabreytingum.
Fleiri greinar...
Síða 24 af 63