
- Details
- Húsnefnd
Næsta fimmtudagskvöld verður hjólreiðakeppnin Jökulmílan kynnt.
Jökulmílan er lengsti einstaklingsmiðaði hjólreiðaviðburður sem er skipulagður árlega á Íslandi. Hringurinn meðfram strandlengju Snæfellsness, vestur fyrir Jökul og til baka um Vatnaleið er 160,9 km langur, eða nákvæmlega 100 mílur. Jökulmíluna er því með sönnu hægt að kalla „Aldarskeið“ eða á ensku „Century Ride“ sem er vinsæl tegund hjólreiðaviðburða vestanhafs. Við skipuleggjendur Jökulmílunnar, viljum höfða til breiðs hóps hjólreiðamanna eins og gjarnan er með slíka viðburði. Við skorum á þig að reyna „Míluna“ á þínum eigin forsendum óháð því hvað aðrir kynnu að hjóla hana hægt eða hratt.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Vorhátíð Fjallahjólaklúbbsins var haldin fimmtudaginn 30 maí, góðir gestir mættu, gæddu sér á pylsum með öllu og svo bauð Arnaldur gestum upp á eðal kaffi að hætti Klúbbhússins. Fjörugar umræður á baðstofuloftinu settu svo punktinn yfir i-ið.
Hér eru fleiri myndir. Smellið á þær til að sjá þær í fullri stærð og veljið slideshow til að fá sjálfvirka myndasýningu.:

- Details
- Sesselja Traustadóttir
Hjólum til framtíðar 2013 – réttur barna til hjólreiða
Föstudaginn 20. september 2013 kl. 9 – 16. Takið daginn frá.
Ágæti viðtakandi.
Í Evrópsku samgönguvikunni í haust, ætlum við að skoða saman hjólaaðstæður íslenskra barna á málþinginu Hjólum til framtíðar 2013 – réttur barna til hjólreiða.
Megintilgangurinn með ráðstefnunni er að skoða innlendar aðstæður, er hér allt í sóma? Rýna í reynslu annarra og greina með hvaða hætti og hvort gera megi hjólreiðar meira aðlaðandi í íslensku skólasamfélagi – aðferðir og leiðir. Þemað er Réttur barna til hjólreiða.
- Details
- Húsnefnd
Hin árleg vorhátíð IFHK verður haldin fimmtudaginn 30 maí næstkomandi. Sumarið hefur látið á sér standa og finnst okkur upplagt að hittast, grilla pylsur, segja sögur og deila áformum sumarsins. Margar áhugaverðar ferðir verða farnar á vegum klúbbsins nú í sumar og er upplagt að kynna sér málið.
Hér eru nokkrar myndir frá hátíðinni í fyrra.
Kveðja. Garðar

- Details
- Páll Guðjónsson
Þann 1. júní næstkomandi fer Tweed Ride Reykjavík fram í annað skipti. Viðburðurinn byrjar kl 14 við Hallgrímskirkju. Skráning á www.tweedridereykjavik.weebly.com. Nánari upplýsingar á Facebook síðu viðburðarins.

- Details
- Ferðanefnd
Ferdaáætlun:
Laugardagur: Gert er ráð fyrir að fólk komi sér sjálft að Indriðastöðum sem er við suðvesturhorn Skorradalsvatns. Mæting kl 10:15. Lagt er til að fólk reyni að sameinast í bíla. Nánari leiðarlýsing um hvar við hittumst verður gefin síðar. Um 90km er að Indriðastöðum frá Reykjavík.
Hjólað verður af stað kl 11:00.
- Details
- Sigurður Grétarsson
Dagsferð. Hjólað verður frá Sundhöll Hafnarfjarðar eitthvað upp fyrir bæinn, að Hvaleyrarvatni og skoðaðir fáfarnir slóðar. Lengd ferðar fer eftir veðri og vindum og verður nokkuð byrjendavæn, búast má við allt að 50 km, 3-4 tímum. Svo verður endað í heitu pottunum í Sundhöll Hafnarfjarðar við Herjólfsgötu.
Farið verður af stað frá Sundhöll Hafnafjarðar um kl. 11 og endað þar. Þeir sem vilja geta síðan farið í laugina af ferðinni lokinni.
Byrjað verður á því að fara út að Garðaholti og þaðan síðan þvert yfir Álftanesið að Álftanesvegi. Þaðan verður síðan hjólað eftir göngustígum að Fjarðarkaupum og inn í iðnaðarhverfið og síðan að Ikea.
Eftir það verður farið eftir stíg þaðan upp á Heiðmerkurveg. Þar verður hjólað í átt að Hveleyrarvatni. Þegar kemur að afleggjaranum að Hvaleyrarveatni verður skoðað eftir hópnum og veðri hvort skotist verður upp í Kaldársel eða farið beint að Hvaleyrarvatni þar sem hjólað verður meðfram vatninu inn á Krísuvíkurveg. Þaðan verður svo hjólað inn að og í gegnum Vallarhverfi og þaðan niður að smábátahöfninni.
Þaðan verður síðan hjólað sem leið liggur inn í Sundhöll og þeir sem vilja geta síðan slakað á í heita pottinum þar.
Kveðja
Siggi
Fleiri greinar...
Síða 21 af 64