Við höfum lagt til spurningakannanir sem nefnd á vegum SFS getur lagt fyrir stjórnendur leik- og grunnskóla og stjórnendur frístundamiðstöðva. Þar ætti að vera hægt að finna út hvernig reglur ríkja um reiðhjól í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar og viðhorf til hjólreiða; verkefni í skóla- og frístundastarfi tengd hjólanotkun og fleira.

Einnig er stefnt að því að leggja fyrir nemendur í 4., 7. og 10. bekk í Reykjavík spurningar til þess að meta þeirra hjólanotkun. Auk þess vinnum við að því að fá fram viðhorf ungs fólks til hjólreiða með því að virkja ungmennaráð hverfanna..

Dagskráin er í mótun en stefnt er að því að fá tvö erindi erlendis frá. Þegar eru bókuð á dagskránni kynning á hjólaverkefnum í Fossvogsskóla, Fjölbraut í Ármúla og Grundaskóla á Akranesi.

Ráðstefnan verður í Iðnó.

Framkvæmdastýra er Sesselja Traustadóttir, Hjólafærni á Íslandi,
s. 864 2776 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. www.hjolafaerni.is
 


Hjólaráðstefnan Hjólum til framtíðar 2013 - réttur barna til hjólreiða verður föstudaginn 20. september 2013 kl. 9 – 16.  Dagskrá og nánari upplýsingar koma þegar nær dregur.

Ráðstefnan er 3. ráðstefnan undir heitinu Hjólum til framtíðar, fyrsta ráðstefnan var í Iðnó 2011. Hún er haldin í tengslum við Evrópsku samgönguvikuna. Hún er unnin í samvinnu Hjólafærni á Íslandi, Landssamtaka hjólreiðamanna, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur, Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur, Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, Eflu, Mannvits, European Cyclist Federation, Vegagerðina, Umferðastofu, Embætti Landlæknis og ÍSÍ almenningsíþróttasviðs.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Borgarráð styrkja ráðstefnuna.