Aðalfundur ÍFHK verður haldinn 30. okt. kl. 20 að Brekkustíg 2.
Hér með er jafnframt auglýst eftir framboðum til stjórnar klúbbsins. Þeir sem hyggja á framboð, sendi tilkynningu í netfangið
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Hjólaferðin hefst við Hjálparfoss í Þjórsárdal, laugardaginn 27 júní kl 12:00. Hjólað um línuveg og skógarslóða. Ca 25 km. Erfiðleikastig 5 af 10. Um kvöldið er sameiginleg máltíð og kvöldvaka, gist í Hólaskógi í svefnpokaplássi. Takið sundföt með, aldrei að vita nema Þjórsárlaug eða önnur sundlaug verði mátuð.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Minnum á fyrstu helgarferð vorsins, á laugardaginn kemur kl 11:00 Við ætlum að hjóla Nesjavallaleið, yfir Dyrfjöll, niður að Þingvallavatni og áfram niður að Úlfljótsvatni. Við munum gista í góðum bústöðum með heitum potti, elda saman um kvöldið og fá okkur hafragraut að morgni. Hjóla svo sömu leið til baka næsta dag. Dóti verður skutlað, taka þarf með nesti til tveggja dagsferða, en kvöldmaturinn er innifalinn í verði, sem er hlægilega lágt, 6000 krónur.
- Details
- Páll Guðjónsson
Frá árinu 2003 hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið myndarlega að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum með heilsu- og hvatningarverkefninu „Hjólað í vinnuna“. Bæði er þetta skemmtilegur leikur og kjörið tækifæri til að hvetja vinnufélagana til að prófa að hjóla í vinnuna.
- Details
- Páll Guðjónsson
Skjárinn bíður félagsmönnum ÍFHK fría kynningaráskrift að Sportpakkanum sem inniheldur eftirtaldar stöðvar: SkjárSport, Eurosport 1, Eurosport 2, Motors TV, Edge, Extreme Sports Channel, Sky News og Ginx. Sjá tilkynningu frá Skjánum:
- Details
- Vefstjóri
Stjórn og nefndir ÍFHK vilja óska ykkur gleði og farsældar á nýju ári.
Venju samkvæmt hefst vinna við fréttabréfið okkar Hjólhestinn núna eftir hátíðarnar og auglýsum við nú eftir efni. Það er laust pláss fyrir ýmisskonar pistla, ferðasögur, reynslusögur úr starfi klúbbsins og allskonar. Við látum samt aðra um að fjalla um keppnissportið.
- Details
- Stjórn ÍFHK
Íslenski fjallahjólaklúbburinn er kominn í jólafrí. Þar af leiðandi verður ekki opið hús næstu tvö fimmtudagskvöld.
8. janúar 2015 verður kaffihúsakvöld eins og okkur einum er lagið.
Hátíðarkveðjur og óskir um að sem flestir fái notið þeirrar hreysti, hamingju og hagkvæmni sem hjólreiðum fylgja.
Íslenski Fjallahjólaklúbburinn
-25 ára starf til eflingar hjólreiða á Íslandi-
- Details
- Húsnefnd
Til að fagna væntanlegum sólstöðum ætlum við að hittast í Klúbbhúsinu fimmtudaqinn 4 desember og eiga saman notalega kvöldstund. Í boði er eðal-kaffi Arnalds, vöfflur, piparkökur, jólaglögg og fleira góðgæti. Klúbbhúsið opnar að venju kl 20:00, viðgerðaaðstaðan opin á neðri hæð, kaffi og setustofan á efri hæð verður sett í hátíðabúning.
-Húsnefnd
- Details
- Stjórn ÍFHK
Fleiri greinar...
Síða 17 af 63