Það væri t.d. gaman að heyra frá einhverjum sem byrjaði nýlega að nota hjólið sem samgöngutæki og heyra hvað dreif viðkomandi af stað og hver reynslan hefur verið. Það má líka fjalla um ferð með klúbbnum eða aðrar skemmtielgar hjólaferðir.
Nú hefur klúbburinn starfað að því að auka veg reiðhjólsins í 25 ár og væri því sérlega gaman ef einhver vill rifja upp gamla tíma í pistli.
Skilafrestur á efni er til 6. febrúar. Þó væri gott að heyra sem fyrst frá þeim sem eru með efni í undirbúning. Hver síða rúmar 6-700 orð / 3200-3500 slög en minna með myndum. - Það er skemmtilegra að hafa myndir með. Ef textinn er mjög mikill getum við líka birt góðan kafla í blaðinu og síðan haft söguna alla á vef klúbbsins.
Einnig vantar okkur aðstoð við að afla auglýsinga til að fjármagna blaðið og eru allar ábendingar og aðstoð vel þegin því eins og ávallt er allt starf unnið af sjálfboðaliðum hjá klúbbnum.
Sendið efni á netfang klúbbsins:
Dagskráin í klúbbhúsinu er oft ákveðin með stuttum fyrirvara og því gott að vera skráður á póstlista ÍFHK og fylgjast með facebook síðunni líka. Þó er einn fastur liður sem er kaffihúsakvöld sem er alltaf fyrsta fimmtudag í mánuði þar sem kaffimeistari klúbbsins töfrar fram eðal kaffi og aldrei að vita nema gómsæt kökusneið fylgji.
Nýtt spjallsvæði
Við opnuðum líka á nýju ári nýja spjallgrúppu á Facebook þar sem má ræða hvað það sem tengist klúbbnum. Þar má, senda inn fyrirspurnir, óska eftir ferðafélaga eða hvaðeina. Aðrar grúppur henta þó betur undir sölu á hjóladóti.
Það er ekki flókið að finna grúppuna því hún heitir einfaldlega Fjallahjólaklúbburinn:
https://www.facebook.com/groups/fjallahjolaklubburinn/