- Details
- Vefstjóri
Framundan er hjólaráðstefnan; Hjólum til framtíðar 2014; okkar vegir – okkar val. Það væri okkur í Hjólafærni og Landssamtökum hjólreiðamanna, kært að hafa þ
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Helgina 20.-21.september næstkomandi er fyrirhuguð haustlitaferð Fjallahjólaklúbbsins í Þórsmörk. Áætlað er að hjóla frá Seljalandsfossi inn í Goðaland að Básum, skála Útivistar og til baka næsta dag. Gist verður eina nótt í skálanum í Básum.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Óvissu og afmælisferð Fjallahjólaklúbbsins verður farin um næstu helgi, 23-24 ágúst en klúbburinn er 25 ára á þessu ári. Mæting við Olís bensínstöðinni Norðlingaholti kl 8:00 og fólk, hjól og farangur verður ferjað úr bænum eitthvert upp á hálendið. Hvert það verður veit víst enginn, né hver mun leiða hópinn en það verður gist í skála með hvítu postulíni, etið ket og drukkið öl. Kannski mætir einhver með gítar, kannski einhver með harmoniku en orgel eru vinsamlega afþökkuð.
- Details
- Árni Davíðsson
Kæru félagar, líkt og undanfarin ár hefur Reykjavíkurmaraþon farið þess á leit við okkur að aðstoða við framkvæmd hlaupsins þann 23. ágúst næstkomandi. Áhugasamir klúbbfélagar óskast til að hjóla á undan og eftir hlaupurum í öllum vegalengdum hlaupsins.
Allir ættu að geta fundið vegalengd / hraða eftir áhuga og getu hvers og eins. Fjallahjólaklúbburinn hefur lengi veitt aðstoð sína á þessum skemmtilega degi og þetta er mikilvægur þáttur í fjáröflun klúbbsins.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Hjólaferðin hefst á Sandártungu í Þjórsárdal, laugardaginn 26 júlí kl 12:00. Hjólað um línuveg og skógarslóða. Ca 30 km. Erfiðleikastig 5 af 10. Um kvöldið er sameiginleg máltíð og kvöldvaka, gist í Hólaskógi í svefnpokaplássi. Takið sundföt með, aldrei að vita nema Þjórsárlaug verði mátuð.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Helgina 14.-15. júní mun ÍFHK standa fyrir hjólaferð um Snæfellsnes.
Gist verður á Stykkishólmi, fólk finnur sér sjálft gistingu inni eða nýtir ágætis tjaldstæði bæjarins.
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Lagt af stað laugardaginn 10 maí kl 11:00 frá Olís Bensínstöðinni við Norðlingaholt. Hjólað eftir Suðurlandsvegi, beygt inn á veg nr. 431, Hafravatnsveg. Þaðan farin Nesjavallaleið upp með Henglinum, niður að Þingvallavatni og áfram til Úlfljótsvatns, þar sem gist verður í góðum bústöðum með heitum potti. Leiðin er 50 km, að mestu á malbiki. Allar tegundir af reiðhjólum henta, nema racer. Fólk þarf að hafa með sér nesti til tveggja daga, það verður sameiginleg máltíð á laugardagskvöldi (innifalið í verði), drykkjarföng að eigin vali, rúmföt (lak, sængur og koddaver), tannbursta og sundföt. Trússbíll tekur farangur og aðrar pjönkur, möguleiki á að fá aðstoð upp Hengilinn ef brekkurnar taka um of í. Það er sjónvarp í bústöðunum og hægt að fylgjast með Eurovision keppninni sem er á laugardagskvöldið.
- Details
- Árni Davíðsson
Hjólateljari var settur upp síðasta sumar við nýja hjólastíginn meðfram Suðurlandsbraut, rétt hjá gatnamótunum við Kringlumýrarbraut. Hann telur þá sem hjóla framhjá og sýnir hversu margir hafa hjólað hjá yfir daginn og yfir árið. Talningin er líka birt á heimasíðu framleiðandans og hægt er að kalla fram niðurstöður úr teljaranum í sólarhring eða mánuð aftur í tímann á heimasíðunni.
Fleiri greinar...
Síða 18 af 63