- Details
- Húsnefnd
Á opnu húsi á fimmtudaginn verður sýnt kvikmynd sem tekin var í hjólaferð um Karpatafjöllin 2011. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Klúbbhúsið Brekkustíg 2 opnar kl 20:00 og myndin fer í gang um kl 20:20. Nánar um myndina:
Við félagarnir, ég, Óli bróðir og Tómas Sölvason höfðum aðeins hjólað inn í Úkraínu, er við fórum um sjö lönd austur-Evrópu sumarið 2009.

- Details
- Páll Guðjónsson
Landssamtök hjólreiðamanna, Mannvit og Alta hlutu samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar sem veitt er í tengslum við evrópsku samgönguvikuna sem haldin er 16. – 22. september ár hvert. Dómnefndin byggir val sitt á árangri og aðgerðum sem m.a. draga úr umferð bíla og einfalda fólki að nýta sér virka ferðamáta m.a. hjóla og ganga. Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) eru heiðruð fyrir virka þátttöku og áhrif í að efla hjólreiðar á Íslandi. Samtökin hafa með ákaflega uppbyggilegum hætti unnið með Reykjavíkurborg.
- Details
- Húsnefnd
Fimmtudaginn 18. apríl verður annað viðgerðarnámskeið þessa vors. Farið verður yfir gíra og notkun þeirra, gírhlutföll útskýrð og farið yfir stillingu gíranna. Ef tími vinnst til verður farið í legur. Hvenær á að opna þær, hreinsun og samansetning.
Heitt á könnunni og meðlæti á staðnum. Gott tækifæri fyrir þá sem vilja geta gert sinnt viðhaldi að einhverju leyti sjálfir.
Klúbbhúsið Brekkustíg 2 opnar kl. 20.
- Details
- Inga Rut Jónsdóttir
Ágæti viðtakandi! Fyrir neðan er slóð á spurningalista sem er hluti af BS lokaverkefni mínu við Háskóla Íslands. Markmið þessarar rannsóknar er að leggja mat á ímynd reiðhjólavörumerkja. Rannsóknin skiptist í tvo hluta. Vinsamlegast lesið vel leiðbeiningar sem fylgja hvorum hluta. Farið verður með öll gögn sem trúnaðarmál og ekki er hægt að rekja svör til þátttakenda.
Könnunin tekur einungis örfáar mínútur. Ímynd reiðhjólavörumerkja
Með fyrirfram þökk fyrir þátttökuna.
Inga Rut Jónsdóttir
Fleiri greinar...
Síða 22 af 64