- Details
- Ferðanefnd
Það verða margar spennandi ferðir á dagskránni 2013, bæði nýjar og gamlar. Ferðirnar verða auglýstar nánar á vef og póstlista ÍFHK þegar nær dregur ásamt öðru í fjölbreittri starfsemi klúbbsins. En hér er stutt kynning á því markverðasta:
- Details
- Húsnefnd
Á opnu húsi á fimmtudaginn verður sýnt kvikmynd sem tekin var í hjólaferð um Karpatafjöllin 2011. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Klúbbhúsið Brekkustíg 2 opnar kl 20:00 og myndin fer í gang um kl 20:20. Nánar um myndina:
Við félagarnir, ég, Óli bróðir og Tómas Sölvason höfðum aðeins hjólað inn í Úkraínu, er við fórum um sjö lönd austur-Evrópu sumarið 2009.
- Details
- Páll Guðjónsson
Landssamtök hjólreiðamanna, Mannvit og Alta hlutu samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar sem veitt er í tengslum við evrópsku samgönguvikuna sem haldin er 16. – 22. september ár hvert. Dómnefndin byggir val sitt á árangri og aðgerðum sem m.a. draga úr umferð bíla og einfalda fólki að nýta sér virka ferðamáta m.a. hjóla og ganga. Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) eru heiðruð fyrir virka þátttöku og áhrif í að efla hjólreiðar á Íslandi. Samtökin hafa með ákaflega uppbyggilegum hætti unnið með Reykjavíkurborg.
- Details
- Árni Davíðsson
Alþingi samþykkti 28. desember s.l. breytingar á lögum um tvö mál sem lengi hafa verið baráttumál samtakanna og hefur ítrekað verið bent á af hálfu þeirra í umsögnum og á fundum með ríkisvaldinu.
- Details
- Árni Davíðsson
Breyting var gerð á tollalögum sem fellir niður tolla á reiðhjólum frá og með 1. mars 2013 en 10% tollur hefur verið á reiðhjólum frá löndum utan EES.
- Details
- Húsnefnd
Fimmtudaginn 18. apríl verður annað viðgerðarnámskeið þessa vors. Farið verður yfir gíra og notkun þeirra, gírhlutföll útskýrð og farið yfir stillingu gíranna. Ef tími vinnst til verður farið í legur. Hvenær á að opna þær, hreinsun og samansetning.
Heitt á könnunni og meðlæti á staðnum. Gott tækifæri fyrir þá sem vilja geta gert sinnt viðhaldi að einhverju leyti sjálfir.
Klúbbhúsið Brekkustíg 2 opnar kl. 20.
- Details
- Inga Rut Jónsdóttir
Ágæti viðtakandi! Fyrir neðan er slóð á spurningalista sem er hluti af BS lokaverkefni mínu við Háskóla Íslands. Markmið þessarar rannsóknar er að leggja mat á ímynd reiðhjólavörumerkja. Rannsóknin skiptist í tvo hluta. Vinsamlegast lesið vel leiðbeiningar sem fylgja hvorum hluta. Farið verður með öll gögn sem trúnaðarmál og ekki er hægt að rekja svör til þátttakenda.
Könnunin tekur einungis örfáar mínútur. Ímynd reiðhjólavörumerkja
Með fyrirfram þökk fyrir þátttökuna.
Inga Rut Jónsdóttir
- Details
- Páll Guðjónsson
Michael Tran ætlar að heimsækja okkur í klúbbhúsið á fimmtudagskvöld og kynna fyrir okkur verkefni sitt þar sem fjallað er sjónrænt um hjólaferð hans frá París til München 2005. Hann er á þriðja ári í grafískri hönnun við Listaháskólann.
Hann mun fjalla um ferðina þar sem hann hjólaði meðal annars upp up Alpe-d'Huez og Col du Galibier og síðan velta upp spurningunni um hvernig hægt er að miðla þeirri upplifun og hjólaferðum almennt til vina og fjölskyldu. Hvaða myndform hentar best? Hvernig miðlar maður ferðalaginu? Hvernig miðlar þú þeim tilfinningum og hugsunum sem renna huga þinn á ferðalaginu?
Verkefnið verður síðan sýnt í Listasafni Reykjavíkur seint í apríl í sinni endanlegu mynd og gætu viðbrögð okkar haft áhrif á endanlegu útgáfuna. Þessi dagskrá fer fram á ensku.
Fleiri greinar...
Síða 22 af 63