Nánar um val dómnefndar: „Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) hafa aðstoðað og unnið með Reykjavíkurborg í hjólreiðamálum í nokkrum verkefnum í um áratug m.a. við gerð Hjólreiðaáætlunar og hönnun hjólaleiða. Í gegnum tíðina hefur LHM og aðildarfélög þess lagt fram mikla vinnu vegna samgönguviku. LHM hafa fengið erlenda sérfræðinga til að miðla sýn og breiða út þekkingu frá löndum sem eru lengra komin en Íslendingar á einhverju sviði hjólreiða. Samtökin halda úti góðri vefsíðu og hafa tekið virkan þátt í opinberri umræðu um samgöngumál.“
- Details
- Páll Guðjónsson
LHM hlýtur samgönguviðurkenningu
Landssamtök hjólreiðamanna, Mannvit og Alta hlutu samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar sem veitt er í tengslum við evrópsku samgönguvikuna sem haldin er 16. – 22. september ár hvert. Dómnefndin byggir val sitt á árangri og aðgerðum sem m.a. draga úr umferð bíla og einfalda fólki að nýta sér virka ferðamáta m.a. hjóla og ganga. Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) eru heiðruð fyrir virka þátttöku og áhrif í að efla hjólreiðar á Íslandi. Samtökin hafa með ákaflega uppbyggilegum hætti unnið með Reykjavíkurborg.