Nánar um val dómnefndar: „Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) hafa aðstoðað og unnið með Reykjavíkurborg í hjólreiðamálum í nokkrum verkefnum í um áratug m.a. við gerð Hjólreiðaáætlunar og hönnun hjólaleiða. Í gegnum tíðina hefur LHM og aðildarfélög þess lagt fram mikla vinnu vegna samgönguviku. LHM hafa fengið erlenda sérfræðinga til að miðla sýn og breiða út þekkingu frá löndum sem eru lengra komin en Íslendingar á einhverju sviði hjólreiða. Samtökin halda úti góðri vefsíðu og hafa tekið virkan þátt í opinberri umræðu um samgöngumál.“