- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Gott fólk.
Mig langar að bjóða ykkur í barna- og fjölskylduhjólaferð laugardaginn 16. júní kl. 10, frá aðalinngangi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Allir velkomnir óháð börnum og fjölskyldu. Leiðin verður a.m.k. einn hringur í Laugardal (2,5 km) fyrir þá allra minnstu. Eftir það, fyrir þá sem vilja, getum við haldið áfram að hjóla t.d. inn í Fossvogsdal, og/eða myndað eins konar hjólalest og fylgja þátttakendum áleiðis heim. Sjalfsagt er að stoppa við rólóin á leiðinni.
Með von um að sja sem flesta.
Bestu kveðjur, Ulla Zuehlke
Nánari upplýsingar
- Details
- Húsnefnd
Kompukvöld verður haldið fimmtudaginn 14 júní á Brekkustígnum. Kompukvöldin eru orðin nokkuð fastur punktur í starfsemi félagsins þar sem hjólafólk getur selt eða keypt ýmsan varning .. föt, dekk, gírskipta, styri, dempara og margt annað. Að þessu sinni ætlum við að bjóða fólki að koma með hjól til sölu af öllum stærðum og gerðum. Tilvalið fyrir unga sem gamla að selja eða kaupa draumahjólið á viðráðanlegu verði. Að sjálfsögðu má prútta ! Kaffi á könnunni og viðgerðaraðstaðan opin að venju.
Fyrirhugað demparanámskeið frestast um 2 vikur.
- Details
- Húsnefnd
Það er opið kvöld á fimmtudaginn. Viðgerðaraðstaðan verður að sjálfsögðu opin. Kaffikarlinn verður á staðnum og býður upp á kaffidrykki úr vélinni góðu.
- Details
- Ferðanefnd
Ágætu félagar. Það styttist í fyrstu helgarferð á vegum ferðanefndar sem er 23-24. júní. Hér er um að ræða 2 daga ferð upp að Snæfellsjökli, Fróðárheiði, Berserkjahraun og Vatnaleið. 100 km og nóg af niðurbruni, klifri, aur, snjó og malbiki allt í bland. Ferðatilhögun er lýst hér
- Details
- Vefstjóri
Fyrirhuguð er skrúðreið um borgina þar sem fólk hjólar um í sínu fínasta pússi, helst tweed fatnaði eða álíka klassískum fatnaði. Fjölmennum og tökum þátt í þessum skemmtilega viðburði. Hér er kynningartexti af kynningarsíðu viðburðarins:
Tweed Run í Reykjavík. Laugardaginn 16.6.2012. Mæting Kl.14. Hallgrímskirkja
Árið 2009 tóku reiðhjóláhugamenn í London sig saman og stóðu fyrir óphjólreiðum í borginni. Þessi atburður var þó ekki bara að koma saman og jóla, heldur klæddu þáttakendur sig í klassísk föt og draktir í anda breskra hefðamanna og – kvenna. Hjólin sem hjólað var á voru á sama hátt klassísk og irðuleg borgarhjól.
Nú er komið að Reykjavík
- Details
- Húsnefnd
Næstkomandi fimmtudag 24 maí er vorhátíð fjallahjólaklúbbsins. Grillaðar pylsur og drykkir í boði klúbbsins og endilega taktu með þér gesti. Eins og fyrr er viðgerðaraðstaðan opin og verður Arnaldur með fullt af nyjum verkfærum.
Kætumst saman og höfum gaman.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Bíókvöld verður haldið fimmtudaginn 10 maí. Sýnd verður myndin Life Cycles sem er konfektmoli fyrir augu og eyru.
Við ætlum að poppa og hafa alvöru stemningu.
Viðgerðarastaðan verður opin sem áður og nú fjölmennum við.
- Details
- Húsnefnd
Næsta fimmtudagskvöld ætlar hún Jóna Hildur, sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, að kíkja til okkar í heimsókn, halda smá kynningu á Hjólað í vinnuna og spjalla við gesti.
Í kaffihorninu verða í boði espresso, macchiato, capuccino og latte.
Fleiri greinar...
Síða 26 af 63