- Details
- Húsnefnd
Góðan daginn.
Minni á opið hús í kvöld. Ný gögn frá Reykjavíkurborg um snjómokstur verða til sýnis og umræðu. Við getum kallað þetta undirbúning fyrir heimsókn til okkar frá fulltrúa borgarinnar sem verður auglýst síðar. Allir áhugamenn um málefnið eru hvattir til að mæta. Sem fyrr er viðgerðaraðstaðan opin og kaffi og meðþví á baðstofuloftinu.
Húsnefnd
- Details
- Páll Guðjónsson
Út var að koma hjá Vestfirska forlaginu handbók um hjólreiðaleiðir á Vestfjörðum og kemur hún hjólreiðafólki í góðar þarfir þegar sumrar. Þar eru meðal annars lýsingar á nokkrum leiðum sem liggja um Reykhólahrepp. Handbókin heitir Hjólabókin og undirtitill er Dagleiðir í hring á hjóli. Höfundur er Ómar Smári Kristinsson á Ísafirði. Í riti þessu, sem er nýlunda hérlendis, er að finna ítarlegar upplýsingar um fjórtán freistandi dagleiðir í hring á hjóli.
- Details
- mbl.is
Hrönn Harðardóttir lætur snjóinn og slabbið ekki aftra því að hún hjóli í vinnuna á degi hverjum. Á síðasta ári hjólaði hún 6000 kílómetra yfir árið en það jafngildir tæplega fjórum og hálfri ferð umhverfis landið. En talið er að þeir skipti hundruðum sem nýti sér þennan samgöngumáta að staðaldri.
- Details
- Húsnefnd

Fjallahjólaklúbburinn býður til samkomu fimmtudaginn 15. desember næstkomandi til að fagna því að daginn fer bráðum að lengja.
Boðið verður upp á ungverska hjólasúpu að hætti Einars hjólahvíslara og óvæntum gestakokki.
Einnig verður boðið upp á kaffi, espresso og piparkökur ásamt vöfflum að hætti Árna "hjólapostula". Ef hugurinn leitar annað þá er ekki bannað að koma með eitthvað með sér. Hugsanlega má grípa í spil eða stoppa í gamla sokka.
Húsið opnar klukkan 19:15 og er opið gegnum og gangandi. Þetta verður afar ódýrt og líklega bara frjáls framlög í baukinn, 3-500 kr.
22. og 29. des verðum við í jólafríi og því verður ekki opið hús þá daga en við opnum aftur 5. janúar kl. 20 eins og venjulega.
Húsanefnd
- Details
- Húsnefnd
Fimmtudaginn 8. des. verður kynning í klúbbhúsinu Brekkustíg 2 á ljósum, t.d.
nýju ljósi Urban 500 fra Light and Motion sem er ótrúlega öflugt miðað
við verð. Allir áhugamenn eru hvattir til að mæta því að alvöru ljós
þurfa alls ekki að kosta mjög mikið.
Nánar hér: http://www.bikelights.com/
Húsið opnar kl. 20:00
Í næstu viku er svo fyrirhugað aðventukvöld í klúbbhúsinu. Nánar um það seinna en takið frá fimmtudaginn 15. des.
Kveðja,
Húsnefnd
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Samhjól er hjólaviðburður sem er opinn öllum og ókeypis. Fjölmargir hjólahópar eru starfandi og þessi viðburður er hugsaður til að sameina litlu hópana í einn stóran það skiptið. Allir eru velkomnir óháð styrkleika
- Details
- Húsnefnd
Núna á fimmtudagskvöldinu verður kompukvöld í klúbbhúsinu Brekkustíg 2. Kompukvöld er sölu og skiptimarkaður fyrir allt sem tengist hjólreiðum, búnaður og föt og jafnvel heilu hjólin. Undanfarin ár hafa þessi kvöld verið hin líflegustu og margir gert mjög góð kaup. Heitt á könnunni og léttar veitingar. Líflegt spjall og góður félagsskapur. Húsið verður opið kl 20:00 - 22:00.
Húsnefnd.
- Details
- Fjölnir Björgvinsson
Núna er tími til að njóta fagurra haustlita í góðum félagsskap. Hjóluð verður Nesjavallaleið yfir að Þingvallavatni, niður Grafninginn, framhjá Þingvallavatni, Úlfljótsvatni og að Álftavatni, þar sem gist verður í góðum bústað. Uppábúin rúm, heitur pottur, hægt að róa út á vatnið, grill og kósíheit.
Fleiri greinar...
Síða 30 af 64