- Details
Ágætu félagar. Loksins er komið að kompukvöldi Fjallahjólaklúbbsins, í kvöld, 10. mars nánar tiltekið. Félagar mæta með ýmislegt úr kompunni, allt frá reiðhjólapumpum upp í heilu stellin, fatnað af ýmsu tagi, dekk og fleira - og síðan byrjar prúttið. Þarna er hægt að gera ágætis kaup í notuðum hlutum sem ekki lengur gagnast eigandanum.
Kaffi og kruðerí á boðstólum og viðgerðaraðstaðan opin á neðri hæðinni.
Verið velkomin í kvöld kl. 20 á Brekkustíg 2.
Nefndin.
- Details
- Páll Guðjónsson
Gömlu félagsskírteinin renna út í enda þessa mánaðar og því ekki seinn vænna en að endurnýja. Félagsmenn fá svo á næstunni sendan heim nýjan Hjólhest sem tölti í prentsmiðjuna í dag. Rukkun fyrir félagsgjöldunum ætti að vera komin í heimabankann hjá flestum en ef ekki látið okkur þá vita og látið kennitöluna fylgja. Listi yfir aðila sem veita félagsmönnum afslátt má finna hér . Og þau ykkar sem ekki eruð enn gengin í klúbbinn, nú er tíminn.
- Details
- Arnaldur Gylfason
Helgi Berg ætlar að kíkja í heimsókn og spjalla um tækni. Hann mun og svara spurningum frá áhugasömum gestum sem flykkjast í félagsheimilið á Brekkustíg til að læra að hjóla fyrir sumarferðirnar. Undirritaður kemur með tvær bækur um fjallahjólatækni eftir Brian Lopes og Ned Overend auk DVD frá Skotlandi (Dirt School DVD).
Húsið opnar kl átta og fyrsti hálftíminn fer í að prófa espressoveigar úr kaffivélinni góðu.
Sjáumst. Arnaldur
- Details
- Páll Guðjónsson
Hér eru fyrstu myndirnar af kerru sem ÍFHK hefur fest kaup á. Þó það megi nota hana eins og hún er stendur til að útbúa han þannig að hægt verði að ferðast með allt að 16 reiðhjól og farangur. Það ætti að auðvelda verulega skipulagningu ferðlaga og bindum við miklar vonir um fjörugt ferðasumar. Ferðadagskrá sumarsins er komin á dagatalið okkar og verður kynnt betur á næstunni. Kerran verður notuð óspart í sumar í ferðum klúbbsins og þess á milli til leigu í aðrar ferðir félaga.
- Details
Alltaf er gaman að fá gesti í heimsókn á baðstofuloftið okkar í
klúbbhúsinu. Góð mæting var sl. fimmtudagsvköld þegar Stefán Sverrisson
sagði ferðasögu að norðan. Við höldum uppteknum hætti og nk.
fimmtudagskvöld er komið að kátum köppum frá einu nýjasta
hjólreiðafélagi landsins, nefnilega Hjólreiðafélaginu Bjarti. Fulltrúar
félagsins munu kynna félagið og drekka með okkur kaffi og spjalla.
Bjartur samanstendur af félögum sem hafa það sameiginlegt að stunda
heilbrigða hreyfingu. Þær íþróttagreinar sem eru efst á bugi eru
hjólreiðar, hlaup og sund.
-Húsið opnar kl. 20. Að venju er viðgerðaraðstaðan opin á neðri hæðinni. Verið velkomin á Brekkustíg 2.
- Details
- Páll Guðjónsson
Þegar 1. tbl. fjórða árgangs Hjólhestsins kom út í mars 1995 virtist allt vera að gerast. Blaðið var stærra en nokkru sinni eða 24 síður. Félagsmenn fengu góða athygli þegar þeir mættu í sjónvarpsþátt Hemma Gunn. Á Alþingi var lagt fram frumvarp um að reiðhjólastígar yrðu hluti að vegakerfi landsins, Reykjavíkurborg var meðlimur í samtökunum Car free cities club og gerði í fyrsta skipti ráð fyrir hjólreiðamönnum á fjárhagsáætlun.
- Details
- Húsnefnd
Stefán Birnir Sverrisson kemur í klúbbhúsið næsta fimmtudagskvöld og segir frá hjólaferð sem farin var frá Svarfaðardal til Hóla í Hjaltadal seinasta sumar. Farið var yfir Heljardalsheiði sem var helsta samgönguæð milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar áður fyrr. Einnig kynnir hann fyrir okkur fyrirhugaða ferð sem fara á næsta sumar á Tröllaskaganum.
Góð skemmtun fyrir ævintýramenn og þá sem velja krefjandi hjólaferðir.
Einnig bendum við á að dagskrá næstu vikna er komin á vefinn.
- Details
- Ritnefnd
Eins og kom fram í síðasta pósti á póstlistann er stefnt að útgáfu fréttabréfs í byrjun mars og nú hefur verið ákveðinn skilafrestur til 14. febrúar svo nægur tími gefist til vinnslu blaðsins.
Greinar má senda á netfang klúbbsins
Við erum þegar komin með tvær ferðasögur í fréttablaðið, tvo pistila og ábendingar um fleira á leiðinni. Við óskum hér með eftir efni frá ykkur eða ábendingar. Það mega vera ferðasögur, reynslusögur, pistlar eða fróðleikur. Það sem ekki kemst í blöðin er alltaf pláss fyrir á vefnum og einnig er alltaf gaman að fá myndir úr hjólaferðum enda er hægt að gefa þeim betra rými á vefnum en á pappír. Ritnefndin stefnir að því að vera snemma á ferðinni þetta árið með alla sína vinnu svo það er betra að fá efni fyrr en seinna. Jafnvel væri gott að láta okkur vita ef eitthvað er í vinnslu svo við getum gert ráð fyrir því í vinnslu blaðanna.
Fleiri greinar...
Síða 34 af 63